Diogo Jota lést í bílslysi Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2025 08:23 Diogo Jota er látinn. Jacques Feeney/Offside/Offside via Getty Images Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. Spænski miðillinn Marca greinir frá. og lögreglan á Spáni hefur staðfest að bræðurnir séu látnir. Hinn 28 ára gamli Jota var á ferð með bróður sínum André, 26 ára gömlum leikmanni Penafiel í heimalandi þeirra Portúgal. Slysið átti sér stað við frárein á A-52 þjóðveginum í Zamora héraðinu á Spáni, rétt norðan við Portúgal. 🚨 Dos jóvenes fallecen en un accidente en la A-52 (Palacios de Sanabria).🚒 Interviene el Parque de Bomberos de Rionegro del Puente (Zona Norte del Consorcio de la @DiputacionZA)🔥 El vehículo se incendió y las llamas se propagaron a la vegetación.🖤 Tenían 28 y 26 años. DEP. pic.twitter.com/tqEhIS6iiY— Diputación Provincial de Zamora (@DiputacionZA) July 3, 2025 Lögreglan í héraðinu segir að kviknað hafi í bílnum og slökkvilið mætt á staðinn. Samkvæmt Marca varð bíllinn alelda og eldurinn dreifði sér í nærliggjandi sinu. Spænski miðillinn AS segir atvikið hafa átt sér stað um hálf eitt í nótt, að staðartíma. Lamborghini bíllinn sem þeir keyrðu hafi runnið út af veginum þegar dekk sprakk við framúrakstur. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið hafi mætt á svæðið en ekki getað komið í veg fyrir að bræðurnir létust á staðnum. Nýgiftur og lætur eftir sig þrjú börn Diogo Jota giftist eiginkonu sinni Rute Cardoso fyrir aðeins tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. Hann birti færslu á Instagram fyrir minna en sólarhring síðan þar sem hann sýndi frá brúðkaupinu sem fór fram í Porto í Portúgal þann 22. júní síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by Diogo Jota (@diogoj_18) Englandsmeistarinn sem vann Þjóðadeildina Diogo Jota var leikmaður Liverpool og vann sinn þriðja titil með félaginu þegar hann varð Englandsmeistari í vor, eftir að hafa unnið bæði FA og deildabikarinn áður. Á tíma sínum með Liverpool lék hann alls 182 leiki, skoraði 65 mörk og gaf 26 stoðsendingar. Diogo Jota og Darwin Nunez handléku Englandsmeistaratitilinn í lok maí. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jota var portúgalskur landsliðsmaður og vann Þjóðadeildina í síðasta mánuði. Alls lék hann 49 landsleiki fyrir Portúgal og skoraði 14 mörk. Síðasti leikur sem Jota spilar var úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Andlát Spánn Andlát Diogo Jota Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Spænski miðillinn Marca greinir frá. og lögreglan á Spáni hefur staðfest að bræðurnir séu látnir. Hinn 28 ára gamli Jota var á ferð með bróður sínum André, 26 ára gömlum leikmanni Penafiel í heimalandi þeirra Portúgal. Slysið átti sér stað við frárein á A-52 þjóðveginum í Zamora héraðinu á Spáni, rétt norðan við Portúgal. 🚨 Dos jóvenes fallecen en un accidente en la A-52 (Palacios de Sanabria).🚒 Interviene el Parque de Bomberos de Rionegro del Puente (Zona Norte del Consorcio de la @DiputacionZA)🔥 El vehículo se incendió y las llamas se propagaron a la vegetación.🖤 Tenían 28 y 26 años. DEP. pic.twitter.com/tqEhIS6iiY— Diputación Provincial de Zamora (@DiputacionZA) July 3, 2025 Lögreglan í héraðinu segir að kviknað hafi í bílnum og slökkvilið mætt á staðinn. Samkvæmt Marca varð bíllinn alelda og eldurinn dreifði sér í nærliggjandi sinu. Spænski miðillinn AS segir atvikið hafa átt sér stað um hálf eitt í nótt, að staðartíma. Lamborghini bíllinn sem þeir keyrðu hafi runnið út af veginum þegar dekk sprakk við framúrakstur. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið hafi mætt á svæðið en ekki getað komið í veg fyrir að bræðurnir létust á staðnum. Nýgiftur og lætur eftir sig þrjú börn Diogo Jota giftist eiginkonu sinni Rute Cardoso fyrir aðeins tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. Hann birti færslu á Instagram fyrir minna en sólarhring síðan þar sem hann sýndi frá brúðkaupinu sem fór fram í Porto í Portúgal þann 22. júní síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by Diogo Jota (@diogoj_18) Englandsmeistarinn sem vann Þjóðadeildina Diogo Jota var leikmaður Liverpool og vann sinn þriðja titil með félaginu þegar hann varð Englandsmeistari í vor, eftir að hafa unnið bæði FA og deildabikarinn áður. Á tíma sínum með Liverpool lék hann alls 182 leiki, skoraði 65 mörk og gaf 26 stoðsendingar. Diogo Jota og Darwin Nunez handléku Englandsmeistaratitilinn í lok maí. Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Jota var portúgalskur landsliðsmaður og vann Þjóðadeildina í síðasta mánuði. Alls lék hann 49 landsleiki fyrir Portúgal og skoraði 14 mörk. Síðasti leikur sem Jota spilar var úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Andlát Spánn Andlát Diogo Jota Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn