Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 12:31 Það var glatt á hjalla í morgunmat á hóteli landsliðsins í morgun. Formaður KSÍ, forseti Íslands og forseti ÍSÍ voru á meðal gesta sem heilsuðu upp á leikmenn og starfsfólk liðsins. Samsett/KSÍ Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir það hafa gert stelpunum okkar gott í morgun að fá heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta, eftir tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM í fótbolta í gærkvöld. Ísland tapaði 1-0 gegn Finnum og það mátti að vissu leyti enn sjá á leikmönnum þegar þær mættu á æfingu í Thun í dag, þó að sumar væru búnar að finna brosið sitt á ný og hress danstónlist væri í gangi í upphitun. „Það er þungt yfir mannskapnum í smástund en við höfum leiðir… Í morgun settumst við niður og ræddum leikinn, og svo bara lokum við honum, skiljum við hann og förum strax að fókusa á næsta verkefni. Það er ekkert annað hægt að gera. Það þýðir ekkert að velta sér endalaust upp úr þessu, við þurfum bara að koma okkur aftur á braut og halda áfram,“ sagði Ásmundur við Sýn á æfingasvæðinu en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ási Haralds á sínu þriðja EM Auk Höllu forseta voru á meðal gesta í morgunmatnum á hóteli landsliðsins í dag þeir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Forsetinn afhenti þeim Hlín Eiríksdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að spila 50 leiki fyrir A-landsliðið og ræddi við leikmenn, og segir Ásmundur það hafa hresst mannskapinn við: „Hún hélt góða ræðu fyrir stelpurnar og hitti algjörlega naglann á höfuðið með allt sem hún sagði. Algjörlega í takti við það sem þær þurftu að heyra í morgun,“ en Halla var einnig á meðal stuðningsmanna á leiknum við Finna í gær. „Erum partur af stórri vegferð“ Ásmundur er mættur á sitt þriðja stórmót eftir að hafa aðstoðað Frey Alexandersson á EM í Hollandi 2017 og svo Þorstein Halldórsson á EM í Englandi fyrir þremur árum. Nú nýtur hann lífsins í Sviss: „Sem fótboltaþjálfari er bara einstakt að fá að fara á stórmót, hvað þá þrjú. Það eru algjör forréttindi. Að sjálfsögðu er þetta gríðarlega spennandi og ótrúlega skemmtilegt. Mjög krefjandi mót og umhverfi, og það er frábært að fá að upplifa það. EM 2017 var strembið en lærdómsríkt, 2022 að sama skapi, og við höldum bara áfram. Þetta er partur af einhverri vegferð. Við höfum verið dugleg að skoða söguna og samhengið í kringum það, mótin sem á undan voru, og við erum partur af einhverri stórri vegferð sem íslensk kvennaknattspyrna er á. Það er heiður og forréttindi að fá að taka þátt í því,“ sagði Ásmundur. Umræða um TikTok-notkun hjákátleg Eftir tapið gegn Finnum hefur einhver umræða verið um að stelpurnar séu of virkar á samfélagsmiðlum, líkt og það gæti bitnað á frammistöðu þeirra innan vallar, og Ásmundur hafði sterka skoðun á þessu: „TikTok og annað snýst bara um að þær geri sig sýnilegar. Þetta er allt bara „genuine stuff“ frá þeim. Ég held að það sé mikilvægt fyrir unga iðkendur að sjá lífið þeirra. Þarna vilja ungar stelpur og strákar vera. Við vorum nú bara að horfa á heila seríu um sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi, þar sem er gegnumgangandi að það er verið að berjast um athygli. Að þær sjáist. Svo loksins þegar þær eru þar þá eiga þær ekki að gera það. Ég held að við séum í pínulítilli þversögn þar. Stelpurnar eru svo miklir fagmenn í því sem þær gera. Þetta hefur ekkert að segja og truflar ekkert. Það er bara einhver fyrirsláttur í fólki. Við finnum ekki neitt fyrir þessu hér. Þegar þær eru á fundum hjá okkur, æfingum og leikjum, eru þær ON. Það er ekki verið að spá í einhverja samfélagsmiðla. Þetta er bara hjákátlegt.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 gegn Finnum og það mátti að vissu leyti enn sjá á leikmönnum þegar þær mættu á æfingu í Thun í dag, þó að sumar væru búnar að finna brosið sitt á ný og hress danstónlist væri í gangi í upphitun. „Það er þungt yfir mannskapnum í smástund en við höfum leiðir… Í morgun settumst við niður og ræddum leikinn, og svo bara lokum við honum, skiljum við hann og förum strax að fókusa á næsta verkefni. Það er ekkert annað hægt að gera. Það þýðir ekkert að velta sér endalaust upp úr þessu, við þurfum bara að koma okkur aftur á braut og halda áfram,“ sagði Ásmundur við Sýn á æfingasvæðinu en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ási Haralds á sínu þriðja EM Auk Höllu forseta voru á meðal gesta í morgunmatnum á hóteli landsliðsins í dag þeir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Forsetinn afhenti þeim Hlín Eiríksdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að spila 50 leiki fyrir A-landsliðið og ræddi við leikmenn, og segir Ásmundur það hafa hresst mannskapinn við: „Hún hélt góða ræðu fyrir stelpurnar og hitti algjörlega naglann á höfuðið með allt sem hún sagði. Algjörlega í takti við það sem þær þurftu að heyra í morgun,“ en Halla var einnig á meðal stuðningsmanna á leiknum við Finna í gær. „Erum partur af stórri vegferð“ Ásmundur er mættur á sitt þriðja stórmót eftir að hafa aðstoðað Frey Alexandersson á EM í Hollandi 2017 og svo Þorstein Halldórsson á EM í Englandi fyrir þremur árum. Nú nýtur hann lífsins í Sviss: „Sem fótboltaþjálfari er bara einstakt að fá að fara á stórmót, hvað þá þrjú. Það eru algjör forréttindi. Að sjálfsögðu er þetta gríðarlega spennandi og ótrúlega skemmtilegt. Mjög krefjandi mót og umhverfi, og það er frábært að fá að upplifa það. EM 2017 var strembið en lærdómsríkt, 2022 að sama skapi, og við höldum bara áfram. Þetta er partur af einhverri vegferð. Við höfum verið dugleg að skoða söguna og samhengið í kringum það, mótin sem á undan voru, og við erum partur af einhverri stórri vegferð sem íslensk kvennaknattspyrna er á. Það er heiður og forréttindi að fá að taka þátt í því,“ sagði Ásmundur. Umræða um TikTok-notkun hjákátleg Eftir tapið gegn Finnum hefur einhver umræða verið um að stelpurnar séu of virkar á samfélagsmiðlum, líkt og það gæti bitnað á frammistöðu þeirra innan vallar, og Ásmundur hafði sterka skoðun á þessu: „TikTok og annað snýst bara um að þær geri sig sýnilegar. Þetta er allt bara „genuine stuff“ frá þeim. Ég held að það sé mikilvægt fyrir unga iðkendur að sjá lífið þeirra. Þarna vilja ungar stelpur og strákar vera. Við vorum nú bara að horfa á heila seríu um sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi, þar sem er gegnumgangandi að það er verið að berjast um athygli. Að þær sjáist. Svo loksins þegar þær eru þar þá eiga þær ekki að gera það. Ég held að við séum í pínulítilli þversögn þar. Stelpurnar eru svo miklir fagmenn í því sem þær gera. Þetta hefur ekkert að segja og truflar ekkert. Það er bara einhver fyrirsláttur í fólki. Við finnum ekki neitt fyrir þessu hér. Þegar þær eru á fundum hjá okkur, æfingum og leikjum, eru þær ON. Það er ekki verið að spá í einhverja samfélagsmiðla. Þetta er bara hjákátlegt.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira