„Það er samkeppni um starfsfólk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júlí 2025 11:52 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur. Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur.
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira