Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 13:46 Cecilía Rán Rúnarsdóttir kallar skipanir í leiknum við Finna í gær. Getty/Noemi Llamas „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira