Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2025 09:01 Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins gefur lítið fyrir gagnrýni á virkni leikmanna á samfélagsmiðlum Þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins hafa ekki áhyggjur af virkni leikmanna á samfélagsmiðlum líkt og heyra mátti gagnrýnda utan herbúða liðsins eftir tapleik gegn Finnlandi á dögunum á EM. Þeir sem hafa vafrað um á TikTok og Instagram upp á síðkastið hafa að öllum líkindum rekist á myndbönd frá leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eða KSÍ þar sem að mikið hefur verið lagt í að hleypa stuðningsmönnum liðsins á bak við tjöldin á EM vegferð liðsins. Eftir tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM á dögunum, þar sem að frammistaða liðsins olli vonbrigðum, varð samfélagsmiðlavirkni stelpnanna fljótt gagnrýnd og af einhverjum talin þvælast fyrir. Að fókusinn væri ekki á boltanum heldur TikTok. Fyrrverandi landsliðskonurnar Þóra Björg og Ásthildur Helgadætur viðurkenndu í hlaðvarpsþættinum Besta sætinu sögðu samfélagsmiðlavirknina ekki alveg sinn tebolla og vitnuðu í fyrrverandi landsliðsþjálfara sinn Loga Ólafsson sem á að hafa sagt: „Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við.“ „Erum í þversögn þarna“ Óhætt er að segja að núverandi þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins gangi í takt hvað afstöðu til þessa máls varðar. Samfélagsmiðlanotkun leikmanna er ekki vandamál og þvælist ekki fyrir verkefninu á EM. „Við vorum nú bara að horfa á heila seríu (Systraslag) um sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi þar sem að takturinn út í gegn er sá að það er verið að berjast um athygli, verið að berjast fyrir því að þær sjáist. Svo loksins þegar að þær eru þar þá eiga þær ekki að gera það. Ég held að við séum í pínulítilli þversögn þarna,“ sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: Gagnrýnin hjákátleg „Málið er bara að þær eru svo miklir fagmenn í því sem að þær eru að gera að þetta hefur ekkert að segja, truflar ekkert. Þetta er einhver fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta. Við finnum ekki neitt fyrir þessu hér. Þegar að þær eru á fundum hjá okkur þá eru þær on it, þegar að þær eru á æfingum hjá okkur og í leikjum er það sama upp á teningnum og ekkert verið að spá í einhverja samfélagsmiðla.“ Ási þekkir heim samfélagsmiðla í gegnum börnin sín. „Þetta er bara hjákátlegt í því samhengi. Það var margt gert til þess að fanga athygli þjóðarinnar, við fundum svo sannarlega fyrir árið 2017 þegar að þjóðin kom algjörlega á vagninn á EM. Það var bara partur af því að fá fólk til að tengjast þessu liði og fylgja þeim því að þetta eru frábærar stelpur og það er það sem á að einblína á. Fyrir hvað þær standa, hvað þær gera.“ Leikmenn séu bara að gera sig sýnilega. „Leyfa fólkinu að sjá inn í þeirra heim hérna, hvað þær eru að gera og hvað sé verið að gera á milli leikja. Ég held að það sé bara mikilvægt, sérstaklega fyrir unga iðkendur, stelpur og stráka sem sjá að þetta er lífið þeirra og að þangað vilji þau komast. Ég hugsa að það gefi þessu meira vægi heldur en hitt. Nokkurn tímann.“ „Fyndin umræða“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari tekur í svipaðan streng og Ási. Klippa: „Ert að ræða þetta við miðaldra karlmann“ Það bar mikið á því eftir tapið gegn Finnum að virkni leikmanna á samfélagsmiðlum væri gagnrýnd. Gefurðu þessu einhvern gaum? „Þú ert að ræða þetta við miðaldra karlmann,“ svaraði Þorsteinn. „Þetta er bara hluti af lífinu í dag held ég. Mér finnst þetta bara svo fyndin umræða. Um daginn var verið að hrósa þessu og núna er þetta allt í einu orðið vandamál. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessu.“ Voru gagnrýndar fyrir eitthvað annað fyrir komu TikTok Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fyrrverandi landsliðskona, með yfir eitt hundrað A-landsleiki á bakinu. Er hún á því að samfélagsmiðlanotkun þvælist fyrir fagmennskunni? Klippa: „Ég er ekki sammála þessu“ „Ég held ekki nei,“ ef þú kíkir á samfélagsmiðla og TikTok hjá öðrum liðum þá er þetta bara alveg eins. Sum þessara liða sækja þrjú stig önnur ekki. Þetta eru bara breyttir tímar. Þegar að ég var í landsliðinu var kannski ekkert TikTok en þá var kannski bara eitthvað annað sem við vorum gagnrýndar fyrir. Ég er ekki sammála þessu, þessar stelpur eru með fulla einbeitingu og eru algjörar atvinnukonur. Þetta er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Ísland mætir heimakonum í Sviss í annarri umferð riðlakeppni EM í Bern á sunnudaginn kemur klukkan 19 á íslenskum tíma. Finna má alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um mótið í gegnum hlekkinn hér að neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
Þeir sem hafa vafrað um á TikTok og Instagram upp á síðkastið hafa að öllum líkindum rekist á myndbönd frá leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eða KSÍ þar sem að mikið hefur verið lagt í að hleypa stuðningsmönnum liðsins á bak við tjöldin á EM vegferð liðsins. Eftir tapið gegn Finnum í fyrsta leik á EM á dögunum, þar sem að frammistaða liðsins olli vonbrigðum, varð samfélagsmiðlavirkni stelpnanna fljótt gagnrýnd og af einhverjum talin þvælast fyrir. Að fókusinn væri ekki á boltanum heldur TikTok. Fyrrverandi landsliðskonurnar Þóra Björg og Ásthildur Helgadætur viðurkenndu í hlaðvarpsþættinum Besta sætinu sögðu samfélagsmiðlavirknina ekki alveg sinn tebolla og vitnuðu í fyrrverandi landsliðsþjálfara sinn Loga Ólafsson sem á að hafa sagt: „Fyrst vinnum við leikinn og svo fíflumst við.“ „Erum í þversögn þarna“ Óhætt er að segja að núverandi þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins gangi í takt hvað afstöðu til þessa máls varðar. Samfélagsmiðlanotkun leikmanna er ekki vandamál og þvælist ekki fyrir verkefninu á EM. „Við vorum nú bara að horfa á heila seríu (Systraslag) um sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi þar sem að takturinn út í gegn er sá að það er verið að berjast um athygli, verið að berjast fyrir því að þær sjáist. Svo loksins þegar að þær eru þar þá eiga þær ekki að gera það. Ég held að við séum í pínulítilli þversögn þarna,“ sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við íþróttadeild Sýnar. Klippa: Gagnrýnin hjákátleg „Málið er bara að þær eru svo miklir fagmenn í því sem að þær eru að gera að þetta hefur ekkert að segja, truflar ekkert. Þetta er einhver fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta. Við finnum ekki neitt fyrir þessu hér. Þegar að þær eru á fundum hjá okkur þá eru þær on it, þegar að þær eru á æfingum hjá okkur og í leikjum er það sama upp á teningnum og ekkert verið að spá í einhverja samfélagsmiðla.“ Ási þekkir heim samfélagsmiðla í gegnum börnin sín. „Þetta er bara hjákátlegt í því samhengi. Það var margt gert til þess að fanga athygli þjóðarinnar, við fundum svo sannarlega fyrir árið 2017 þegar að þjóðin kom algjörlega á vagninn á EM. Það var bara partur af því að fá fólk til að tengjast þessu liði og fylgja þeim því að þetta eru frábærar stelpur og það er það sem á að einblína á. Fyrir hvað þær standa, hvað þær gera.“ Leikmenn séu bara að gera sig sýnilega. „Leyfa fólkinu að sjá inn í þeirra heim hérna, hvað þær eru að gera og hvað sé verið að gera á milli leikja. Ég held að það sé bara mikilvægt, sérstaklega fyrir unga iðkendur, stelpur og stráka sem sjá að þetta er lífið þeirra og að þangað vilji þau komast. Ég hugsa að það gefi þessu meira vægi heldur en hitt. Nokkurn tímann.“ „Fyndin umræða“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari tekur í svipaðan streng og Ási. Klippa: „Ert að ræða þetta við miðaldra karlmann“ Það bar mikið á því eftir tapið gegn Finnum að virkni leikmanna á samfélagsmiðlum væri gagnrýnd. Gefurðu þessu einhvern gaum? „Þú ert að ræða þetta við miðaldra karlmann,“ svaraði Þorsteinn. „Þetta er bara hluti af lífinu í dag held ég. Mér finnst þetta bara svo fyndin umræða. Um daginn var verið að hrósa þessu og núna er þetta allt í einu orðið vandamál. Ég veit ekkert hvað ég á að segja við þessu.“ Voru gagnrýndar fyrir eitthvað annað fyrir komu TikTok Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fyrrverandi landsliðskona, með yfir eitt hundrað A-landsleiki á bakinu. Er hún á því að samfélagsmiðlanotkun þvælist fyrir fagmennskunni? Klippa: „Ég er ekki sammála þessu“ „Ég held ekki nei,“ ef þú kíkir á samfélagsmiðla og TikTok hjá öðrum liðum þá er þetta bara alveg eins. Sum þessara liða sækja þrjú stig önnur ekki. Þetta eru bara breyttir tímar. Þegar að ég var í landsliðinu var kannski ekkert TikTok en þá var kannski bara eitthvað annað sem við vorum gagnrýndar fyrir. Ég er ekki sammála þessu, þessar stelpur eru með fulla einbeitingu og eru algjörar atvinnukonur. Þetta er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Ísland mætir heimakonum í Sviss í annarri umferð riðlakeppni EM í Bern á sunnudaginn kemur klukkan 19 á íslenskum tíma. Finna má alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um mótið í gegnum hlekkinn hér að neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira