Íslenski boltinn

Ás­geir og Hrannar heiðruðu Jota

Valur Páll Eiríksson skrifar
Jota tók reglulega fagn sem má tengja við lagið Baby Shark. Þeir Hrannar og Ásgeir heiðruðu minningu hans með álíka fögnum eftir mörk sín í gærkvöld.
Jota tók reglulega fagn sem má tengja við lagið Baby Shark. Þeir Hrannar og Ásgeir heiðruðu minningu hans með álíka fögnum eftir mörk sín í gærkvöld. Samsett/Getty/Sýn Sport

Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

Leik Aftureldingar og Breiðabliks á Malbiksstöðinni í Mosfellsbæ lauk með 2-2 jafntefli í Bestu deild karla í gærkvöld. Ásgeir Helgi skoraði annað mark Blika í leiknum á 37. mínútu, hans fyrsta mark í sumar, og eftir gleðileg fagnaðarlæti með félögunum klappaði hann höndunum saman og virtist segja nafn Jota við liðsfélaga sinn áður en hann benti til himins.

Klippa: Andstæðingarnir fögnuðu eins og Jota

Hrannar Snær Magnússon minnkaði muninn fyrir Aftureldingu örfáum mínútum síðar og var ekki minni maður en Ásgeir Helgi. Hann tók sama Baby Shark-klapp til heiðurs Jota sem lést í bílslysi ásamt bróður hans André Silva aðfaranótt fimmtudags.

Fótboltaheimurinn syrgir þá bræður sem voru aðeins 28 ára og 26 ára gamlir. Samúðarkveðjum og minningarorðum rigndi inn í gær.


Tengdar fréttir

Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga

Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur.

Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi.

„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“

Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn.

Diogo Jota lést í bílslysi

Diogo Jota, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í nótt á Spáni. Bróðir hans var með honum í bílnum og lést einnig. 

Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld

Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×