Upp­gjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum

Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar
Valur-Vestri Besta deild karla 2025 í knattspyrnu,
Valur-Vestri Besta deild karla 2025 í knattspyrnu,

Valur hafði betur gegn Vestra með öruggum 0-2 útisigri á Kerecisvellinum á Ísafirði í Bestu deild karla í dag. Með sigrinum heldur Valur sér í toppbaráttunni á meðan Vestri situr áfram um miðja deild og leitast ennþá eftir að komast á sama skrið og í byrjun tímabilsins.

Gestirnir úr Reykjavík byrjuðu leikinn af krafti og uppskáru fyrsta markið strax á 18. mínútu þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði eftir vel útfært spil. Þetta var verðskulduð forysta fyrir Val og þeir héldu áfram að stjórna leiknum. Vestri átti erfitt með að finna svör og einnig neyddust þeir til að gera breytingu áður en hálfleikurinn var úti, þar sem Anton Kralj fór af velli meiddur og Arnar Guðmundur Svavarsson kom inn í hans stað.

Í síðari hálfleik reyndu heimamenn að sækja meira og sýndu betri tilburði, en varnarleikur Vals var þéttur og markviss. Vestri náði ekki að skapa sér mörg færi og aðeins tvö skot þeirra fóru á markið. Valur hélt ró sinni og tryggði sigurinn endanlega á 77. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir brot inn í teig. Patrick Pedersen steig upp og skoraði af öryggi úr vítinu og þar með var leikurinn í raun búinn.

Leikurinn var í heild sinni líkamlegur og spennuþrunginn, og fjöldi leikmanna hlaut áminningar, eða sex stykki. Fyrir utan TómasBent hjá Val fékk Lúkas Logi einnig gult spjald. Hjá Vestra voru Gunnar Hauksson, Eiður Aron, Smit og Jeppe Pedersen sem fengu gul spjöld.

Valur sýndi fagmannlega frammistöðu í dag sem Túfa getur verið ánægður með, stjórnuðu leiknum og leyfðu Vestra aldrei að komast almennilega inn í hann. Þetta var fjórði sigur Vals í röð og þeir halda áfram að elta toppsæti deildarinnar, verandi nú þremur stigum á eftir Víking. Vestri á enn eftir að finna taktinn á ný og þurfa að endurmeta stöðu sína fyrir næstu leiki ef þeir ætla halda sér í efri hluta deildarinnar.

En áður en að því kemur er sæti í úrslitaleik bikarsins undir á miðvikudaginn kemur þegar Vestri fær Fram í heimsókn, það lið sem sigrar þann leik mættir akkúrat Val á Laugardalsvelli.

Atvik leiksins

Vestri missti leikmann út af meiddann snemma leiks og breytir það alltaf leikskipulaginu.

Stjörnur og skúrkar

Pedersen nær í víti, tryggir stiginn og var heilt yfir góður í dag. Tryggvi Hrafn var líka góður.

Smit hefði mátt gera betur þegar Valur fékk dæmda vítaspyrnu, vítaspyrnuna sem kláraði endanlega leikinn.

Dómararnir

Smá flautað í dag en ekkert hættulegt. Ekkert hræðilegt, enginn stórleikur. Bara allt í lagi.

Stemingin og umgjörð

Flott veður fyrir vestan í dag en það hefur oft heyrst meira úr stúkunni. Stuðningsmenn Vals voru mættir og studdu við bakið á sínum mönnum.

Viðtal

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira