Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2025 22:00 Guðný Árnadóttir er ansi fljót en engin slær Sveindísi þó við í þeim efnum. Getty/Florencia Tan Jun „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. Knattspyrnusamband Evrópu birti á samfélagsmiðlum sínum myndband frá EM þar sem leikmenn Íslands áttu að svara því hvaða eiginleika þeir vildu helst frá öðrum leikmanni í liðinu. Svörin voru öll á einn veg, þær vildu hraða Sveindísar. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s EURO 2025 (@weuro2025) Eru þær þá ekki allar svolítið öfundsjúkar? „Ég held að þær séu kannski ekki öfundsjúkar. Það eru margar sem eru hraðar líka en það er bara gaman að heyra að þetta sé eitthvað sem fólk vill hafa. Það er margt sem ég myndi líka vilja taka frá þeim. Þetta er bara geggjað,“ sagði Sveindís létt í bragði, fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss í dag. Klippa: Sveindís vill nýta hraðann sinn Sveindís segir að því fari fjarri að hún geti spólað í burtu frá hvaða leikmanni sem er: „Alveg hundrað prósent. Það eru margar franskar sem eru mjög hraðar. En það er gott að geta nýtt þetta vel þegar það er hægt. Mér finnst þetta auðvitað mjög gott.“ „Nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í“ Nú er bara spurning hvort hægt verði að nýta hraðann betur gegn Sviss á sunnudaginn, eftir 1-0 tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik. Hvernig er best að gera það? „Góð spurning. Ef það er mikið svæði fyrir aftan varnirnar þá vil ég auðvitað bara hlaupa í það og fá boltann í gegn. Við höfum líka verið duglegar í að finna réttu tímapunktana, þurfum kannski að vera betri í því, en ef að svæðið gefst er það auðvitað geggjað fyrir mig. Ég nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í,“ sagði Sveindís. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu birti á samfélagsmiðlum sínum myndband frá EM þar sem leikmenn Íslands áttu að svara því hvaða eiginleika þeir vildu helst frá öðrum leikmanni í liðinu. Svörin voru öll á einn veg, þær vildu hraða Sveindísar. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s EURO 2025 (@weuro2025) Eru þær þá ekki allar svolítið öfundsjúkar? „Ég held að þær séu kannski ekki öfundsjúkar. Það eru margar sem eru hraðar líka en það er bara gaman að heyra að þetta sé eitthvað sem fólk vill hafa. Það er margt sem ég myndi líka vilja taka frá þeim. Þetta er bara geggjað,“ sagði Sveindís létt í bragði, fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss í dag. Klippa: Sveindís vill nýta hraðann sinn Sveindís segir að því fari fjarri að hún geti spólað í burtu frá hvaða leikmanni sem er: „Alveg hundrað prósent. Það eru margar franskar sem eru mjög hraðar. En það er gott að geta nýtt þetta vel þegar það er hægt. Mér finnst þetta auðvitað mjög gott.“ „Nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í“ Nú er bara spurning hvort hægt verði að nýta hraðann betur gegn Sviss á sunnudaginn, eftir 1-0 tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik. Hvernig er best að gera það? „Góð spurning. Ef það er mikið svæði fyrir aftan varnirnar þá vil ég auðvitað bara hlaupa í það og fá boltann í gegn. Við höfum líka verið duglegar í að finna réttu tímapunktana, þurfum kannski að vera betri í því, en ef að svæðið gefst er það auðvitað geggjað fyrir mig. Ég nýt mín best þegar það er svæði til að hlaupa í,“ sagði Sveindís.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira