Fótbolti

Fimmta flokks stelpur með sterk skila­boð til Sviss

Sindri Sverrisson skrifar
Gríðarlegur fjöldi stelpna skrifaði nafnið sitt á borðann sem sendur var á hótel landsliðsins í Sviss, til að hvetja íslenska landsliðið áfram.
Gríðarlegur fjöldi stelpna skrifaði nafnið sitt á borðann sem sendur var á hótel landsliðsins í Sviss, til að hvetja íslenska landsliðið áfram. Samsett mynd

Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta voru minntar á það með afgerandi hætti að heima á Íslandi, sem og á Evrópumótinu í Sviss, er gríðarlegur fjöldi ungra stelpna sem standa við bakið á þeim.

Stelpurnar okkar fengu nefnilega góða sendingu frá Íslandi þegar þeim var færður sérstakur dúkur sem sjá má á myndum hér að ofan og neðan.

Á dúkinn höfðu stelpur í 5. flokki kvenna ritað nafnið sitt en hægt var að gera það á TM mótinu vinsæla í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði.

Dúkurinn er hluti af herferðinni „Skrifum söguna saman“ á vegum Landsbankans, og geta fleiri tekið þátt með því að senda rafræna áritun á vef Landsbankans.

Nú er bara að vona að borðinn góði veiti stelpunum okkar byr undir báða vængi fyrir leikinn mikilvæga við Sviss í Bern á morgun. Bæði lið töpuðu á fyrsta leikdegi mótsins, Ísland 1-0 gegn Finnlandi en Sviss 2-1 gegn Noregi, og því gríðarlega mikið undir annað kvöld.

Leikur Íslands og Sviss í Bern hefst klukkan 19 að íslenskum tíma, eða klukkan 21 að staðartíma.

Stelpurnar okkar með borðann skemmtilega frá TM-mótinu í Eyjum, við hótel landsliðsins í Sviss.KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×