Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 14:43 Ingibjörg Sigurðardóttir segir leikmenn hafa verið sammála um að æfa frekar í Thun en að taka æfingu á Wankdorf-leikvanginum í Bern. vísir/Anton Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru sammála um þá ákvörðun að sleppa því að æfa á keppnisvellinum í Bern í dag, Wankdorf-leikvanginum, eins og hefð er fyrir daginn fyrir landsleik. Íslenska liðið æfði fyrir hádegi í dag á æfingasvæði sínu í Thun, í um hálftíma akstursfjarlægð frá Wankdorf-leikvanginum. Tæplega 30.000 manns verða á vellinum á morgun en um er að ræða heimavöll svissneska félagsliðsins Young Boys. „Í fyrsta lagi vildum við sleppa við að fara í rútu lengra en við þurfum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðmannafundi í dag. „Svo snerist þetta líka um að geta verið í rólegheitum þarna. Ekki í tímapressu í bara 60 mínútur [eins og UEFA úthlutar á keppnisleikvanginum[. Gátum dólað okkur í því sem við vildum gera og fara yfir allt sem við vildum. Þetta var samkomulag milli þjálfarateymis og leikmanna og það voru allir sammála um að þetta hentaði okkur vel. Leikmenn eru vanir að spila á svona völlum og það er ekkert nýtt fyrir þá að mæta inn á nýjan leikvang. Við höfum mjög oft gert þetta ef við þurfum að ferðast einhvern tíma,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sat fundinn ásamt Þorsteini og hún tók í sama streng: „Ég er alveg sammála Steina. Við töluðum um þetta og það voru allir á sömu blaðsíðu. Það er mikið betra að hafa bara góðan tíma á æfingu fyrir leik. Með rútu hefði þetta tekið hátt í tvo tíma að keyra og maður vill það ekki daginn fyrir leik. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Ingibjörg. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Íslenska liðið æfði fyrir hádegi í dag á æfingasvæði sínu í Thun, í um hálftíma akstursfjarlægð frá Wankdorf-leikvanginum. Tæplega 30.000 manns verða á vellinum á morgun en um er að ræða heimavöll svissneska félagsliðsins Young Boys. „Í fyrsta lagi vildum við sleppa við að fara í rútu lengra en við þurfum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðmannafundi í dag. „Svo snerist þetta líka um að geta verið í rólegheitum þarna. Ekki í tímapressu í bara 60 mínútur [eins og UEFA úthlutar á keppnisleikvanginum[. Gátum dólað okkur í því sem við vildum gera og fara yfir allt sem við vildum. Þetta var samkomulag milli þjálfarateymis og leikmanna og það voru allir sammála um að þetta hentaði okkur vel. Leikmenn eru vanir að spila á svona völlum og það er ekkert nýtt fyrir þá að mæta inn á nýjan leikvang. Við höfum mjög oft gert þetta ef við þurfum að ferðast einhvern tíma,“ sagði Þorsteinn. Ingibjörg Sigurðardóttir, varafyrirliði, sat fundinn ásamt Þorsteini og hún tók í sama streng: „Ég er alveg sammála Steina. Við töluðum um þetta og það voru allir á sömu blaðsíðu. Það er mikið betra að hafa bara góðan tíma á æfingu fyrir leik. Með rútu hefði þetta tekið hátt í tvo tíma að keyra og maður vill það ekki daginn fyrir leik. Við erum mjög ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Ingibjörg.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti