Fótbolti

Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Á­berandi ó­þol í garð dómarans

Siggeir Ævarsson skrifar
Það var góð stemming í stúkunni, annað en á Twitter, enda Drummerinn mættur.
Það var góð stemming í stúkunni, annað en á Twitter, enda Drummerinn mættur. Vísir/Anton Brink

Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir.

Íslendingar voru fjölmennir í stúkunni í kvöld en þeir sem komust ekki til Sviss létu margir í sér heyra á Twitter. Óskýrar áherslur í dómgæslunni fóru mjög í taugarnar á Twittverjum og svissneska liðið í heild reyndar líka. 

Þessi frétt ætti í raun að vera miklu lengri, það var nóg um að vera á forritinu, en það var með einhverja stæla og neitaði að birta tvítin þannig að þau rati inn í fréttina, en hér er brot af því besta!

Bjartsýni í byrjun

Það sveif einhver bjartsýni yfir vötnum fyrir leik og í upphafi hans en þó heyrðust efasemdarraddir inn á milli. Blikataugin líka sterk.

Dómarinn í aðalhlutverki

Dómgæslan fór mjög í taugarnar á Íslendingum, þá sérstaklega ósamræmið í henni. Þessi listi hér fyrir neðan gæti verið miklu lengri.

Dómgæslan/VAR bjargaði okkur þó fyrir horn einu sinni.

Hugmynd að færa fyrirliðabandið?

Svissneska liðið í heild fór reyndar í taugarnar á Íslendingum. Gummi Ben sagði það sem allir voru að hugsa

Eftir leik

Íslendingar gátu ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik enda ljóst að Ísland fari ekki upp úr riðlinum sama hvernig lokaleikurinn fer. Það má eflaust velta upp mörgum spurningum og nokkrar þeirra eru komnar fram strax




Fleiri fréttir

Sjá meira


×