„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 22:16 Þorsteinn Halldórsson gengur af velli í Bern í kvöld, afar vonsvikinn eins og leikmenn og starfslið. vísir/Anton „Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta. „Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
„Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33
Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02
Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02