Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 22:03 Iman Beney og Sædís Rún Heiðarsdóttir í baráttunni í Bern í gærkvöld. Getty/Noemi Llamas Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. „Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
„Auðvitað. Sérstaklega þegar þetta er eitthvað sem maður hefur þráð og dreymt um ótrúlega lengi. Eitthvað sem maður hafði hlakkað rosalega mikið til. Að fara inn í klefa og dansa og syngja með stelpunum. Síðan einhvern veginn gerist það ekki og það er auðvitað vonbrigði. En við eigum leik eftir, enn möguleiki á að taka sigur þar og við ætlum að gera það,“ sagði Sædís á æfingasvæði Íslands í Thun í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Sædís daginn eftir vonbrigðin miklu Sædís hefur nú spilað 21 A-landsleik, þrátt fyrir ungan aldur, og áður staðið í ströngu á stórmóti því hún var fyrirliði U19-landsliðsins í lokakeppni EM fyrir tveimur árum. Þá þarf að setja ný markmið Þessi sparkvissi bakvörður meistaraliðs Vålerenga í Noregi bar sig nokkuð vel í dag þrátt fyrir tapið í gær, en…: „Þetta hefur verið þungt. Erfitt að koma í orð hvernig manni líður. Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði og við ætluðum okkur meira. Við höfum talað opinskátt um það hvað við ætluðum okkur og því miður náðist það ekki. Þá þýðir ekkert annað en að setja ný markmið og það er komið; við ætlum að vinna þennan Noregsleik Þetta fylgir því bara að vera íþróttamaður. Maður veit að „eftir leik“ er „fyrir leik“. Maður þarf að minna sig á að maður hefur ekki mikinn tíma til að vera að hugsa um það sem er búið. Maður þarf bara að rífa sig í gang,“ sagði Sædís. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom snemma inná gegn Sviss í gær, vegna meiðsla Guðnýjar Árnadóttur.vísir/Anton Var ekkert hræðilegt Nú þegar niðurstaðan er ljós má velta fyrir sér hvað Ísland hefði getað gert öðruvísi: „Það er erfitt að festa fingur á eitthvað eitt sem maður hefði átt að gera öðruvísi. Auðvitað hugsar maður alltaf eftir á: „ef og hefði“ og allt það en það þýðir lítið í íþróttum. Þetta er búið og gert og við þurfum að horfa áfram veginn,“ segir Sædís og vill líka sjá björtu hliðarnar: „Já algjörlega. Þó við höfum tapað báðum þessum leikjum þá var þetta ekkert hræðilegt. Úrslitin segja ekki alveg allt. Leikurinn í gær var alls ekki 2-0 leikur, bara frekar jafn, en fótboltaleikir snúast um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og því miður gerðist það ekki.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira