Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Siggeir Ævarsson skrifar 8. júlí 2025 06:49 Kevin Durant var staddur upp á sviði á Fanatics Fest í New York þegar hann frétti að hann væri orðinn leikmaður Houston Rockets Vísir/Getty Stærstu félagaskipti sumarsins í NBA, þar sem Kevin Durant fór til Houston Rockets frá Phoenix Suns, urðu þegar upp er staðið stærstu félagaskipti í sögu deildarinnar í liðum talið en alls komu sjö lið að skiptunum. Það er ekki óalgengt að leikmannaskipti í NBA deildinni innihaldi fleiri en tvö lið til þess að láta launabókhaldið ganga upp og jafnvel færa til fleiri leikmenn en stærstu bitana hverju sinni. Þetta er oft flókinn dans á milli stjórnenda liðanna og þá getur verið gott að eiga valrétti í nýliðavalinu upp í erminni og jafnvel smá pening til að krydda tilboðin. Valréttirnir voru heldur betur í sviðsljósinu núna þar sem aðeins sex leikmenn skiptu um lið og deilast á þrjú af sjö liðunum. Svona líta stærstu skipti sögunnar í NBA út í heild Rockets fá: Kevin Durant (frá Suns). Clint Capela (frá Hawks). Suns fá: Jalen Green (frá Rockets). Dillon Brooks (frá Rockets). Daeqwon Plowden (frá Hawks), en Plowden hefur aldrei leikið í NBA deildinni og Suns sögðu samningi hans upp samstundis. 10. valrétt frá Rockets, sem var Khaman Maluach. 31. valrétt frá Timberwovles, sem var Rasheer Fleming. 41. valrétt frá Warriors, sem var Koby Brea. Næstbesta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Rockets).* Lakers fá: 36. valrétt frá Nets, sem var Adou Thiero. Warriors fá: 52. valrétt frá Suns sem var Alex Toohey. 59. valrétt frá Rockets sem var Jahmai Mashack. Honum hefur svo verið skipt til Grizzlies í öðrum skiptum. Timberwolves fá: 45. valrétt frá Lakers sem var Rocco Zikarsky. Versta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Suns).* Besta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2032 frá annað hvort Suns eða Rockets.* Beinharða peninga frá Lakers. Nets fá: Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 frá Rockets.* Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2030 frá Rockets.* Hawks fá: David Roddy (frá Rockets). Beinharða peninga frá Rockets. Skiptirétt í annarri umferð nýliðavalsins 2031 frá Rockets. Aldrei áður hafa jafn mörg lið verið aðilar að sömu skiptunum en gamla „metið“ var sex lið sem gerðist í fyrra þegar Klay Thompson fór frá Warriors yfir til Mavericks. Þá komu sex lið að skiptunum og skiptust á fimm leikmönnum. *Þessi valréttir eru allir tengdir öðrum liðum upphaflega en skipta þeim frá sér núna og gætu tekið breytingum eftir því hvernig röðun á valréttum komandi nýliðavala verður. NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Það er ekki óalgengt að leikmannaskipti í NBA deildinni innihaldi fleiri en tvö lið til þess að láta launabókhaldið ganga upp og jafnvel færa til fleiri leikmenn en stærstu bitana hverju sinni. Þetta er oft flókinn dans á milli stjórnenda liðanna og þá getur verið gott að eiga valrétti í nýliðavalinu upp í erminni og jafnvel smá pening til að krydda tilboðin. Valréttirnir voru heldur betur í sviðsljósinu núna þar sem aðeins sex leikmenn skiptu um lið og deilast á þrjú af sjö liðunum. Svona líta stærstu skipti sögunnar í NBA út í heild Rockets fá: Kevin Durant (frá Suns). Clint Capela (frá Hawks). Suns fá: Jalen Green (frá Rockets). Dillon Brooks (frá Rockets). Daeqwon Plowden (frá Hawks), en Plowden hefur aldrei leikið í NBA deildinni og Suns sögðu samningi hans upp samstundis. 10. valrétt frá Rockets, sem var Khaman Maluach. 31. valrétt frá Timberwovles, sem var Rasheer Fleming. 41. valrétt frá Warriors, sem var Koby Brea. Næstbesta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Rockets).* Lakers fá: 36. valrétt frá Nets, sem var Adou Thiero. Warriors fá: 52. valrétt frá Suns sem var Alex Toohey. 59. valrétt frá Rockets sem var Jahmai Mashack. Honum hefur svo verið skipt til Grizzlies í öðrum skiptum. Timberwolves fá: 45. valrétt frá Lakers sem var Rocco Zikarsky. Versta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 (frá Suns).* Besta valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2032 frá annað hvort Suns eða Rockets.* Beinharða peninga frá Lakers. Nets fá: Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2026 frá Rockets.* Valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2030 frá Rockets.* Hawks fá: David Roddy (frá Rockets). Beinharða peninga frá Rockets. Skiptirétt í annarri umferð nýliðavalsins 2031 frá Rockets. Aldrei áður hafa jafn mörg lið verið aðilar að sömu skiptunum en gamla „metið“ var sex lið sem gerðist í fyrra þegar Klay Thompson fór frá Warriors yfir til Mavericks. Þá komu sex lið að skiptunum og skiptust á fimm leikmönnum. *Þessi valréttir eru allir tengdir öðrum liðum upphaflega en skipta þeim frá sér núna og gætu tekið breytingum eftir því hvernig röðun á valréttum komandi nýliðavala verður.
NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira