„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2025 09:30 Elísabet Gunnarsdóttir, Björn Sigurbjörnsson og Svíinn Magnus Palsson eru saman í þjálfarateymi Belgíu. Getty „Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss. Elísabet var ráðin landsliðsþjálfari Belga í janúar og Björn kom svo inn í þjálfarateymið í vor og er því mættur til starfa á stórmóti í fyrsta sinn. Björn flutti ásamt konu sinni Sif Atladóttur, fyrrverandi landsliðskonu, frá Svíþjóð til Íslands í lok árs 2021, þjálfaði á Selfossi og var aðstoðarþjálfari Víkings, en gat stokkið strax til þegar „Beta“ fékk nýtt starf og kallaði eftir kröftum hans: „Ætli við getum án hvors annars verið? Ég veit það ekki. Nei, þetta var nú bara þannig að ein úr þjálfarateyminu hjá Belgíu var ansi langt gengin með barn og það vantaði manneskju til að hlaupa í skarðið fyrir hana. Ég hef greinilega gert eitthvað vel því þetta þróaðist út í það að ég fékk að halda áfram með liðinu,“ sagði Björn við hótel belgíska landsliðsins í Saillon í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Björn starfar á EM fyrir Betu Þó að dæmið hafi ekki gengið upp hjá Belgum á EM (töp gegn Ítalíu og Spáni þýða að liðið er á heimleið líkt og Ísland) þá er Björn sannfærður um að Beta sé rétti aðilinn til að færa liðið upp á næsta stig, og til að mynda koma því á HM í Brasilíu 2027: „Ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt“ „Mér finnst hún bara geggjuð. Ég vann með henni í ellefu ár í Kristianstad og að sitja daginn fyrir leik og hlusta á ræður hjá henni gefur mér ennþá gæsahúð, og fær mig almennilega í gang, sem segir ansi mikið um hana og hvaða tengingu ég hef við hana,“ sagði Björn en finnst honum Beta hafa fundið nýja ástríðu í fyrsta landsliðsþjálfarastarfinu? „Ég held að ástríðan sé alltaf til staðar. Mér fannst hún aldrei vera að dofna í Kristianstad. Hins vegar var kannski kominn tími fyrir hana til að sleppa þessu 15 ára gamla barni sínu sem Kristianstad var. En ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt sem þjálfari, umfram það sem margir hafa varðandi knattspyrnukunnáttu,“ sagði Björn. Belgíska landsliðið lenti í spænsku hakkavélinni á mánudaginn en náði þó að búa til skemmtilegan leik og jafna metin í tvígang. Liðið fer heim eftir lokaleikinn við Portúgal á föstudag.Getty/Leiting Gao „Steini búinn að standa fína plikt“ Beta átti í viðræðum við þáverandi forráðamenn KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu árið 2021 áður en ákveðið var að semja frekar við Þorstein Halldórsson, núverandi þjálfara liðsins. En telur Björn að Íslendingar hafi misst af miklu þegar tækifærið var ekki nýtt til að ráða Betu? „Já og nei. Steini er búinn að standa fína plikt þarna. Ég veit að það eru alltaf gerðar miklar væntingar til íslenska landsliðsins, út af einhverju sem hefur gerst áður. Við eigum fullt af góðum leikmönnum. En það er ekki hægt að smella fingrum og láta allt smella saman. Hins vegar trúi ég bara svo mikið á Betu að ég trúi því að hún geti náð árangri hvar sem er.“ Langar að mæta Íslandi í Ríó Hann útilokar ekki að einhvern tímann í framtíðinni eigi þau Beta eftir að stýra íslenska landsliðinu: „Það væri rosa gaman að gera það einhvern tímann já,“ sagði Björn. „Það er skrýtið að standa með merki annars lands á brjóstinu á sér og vera stoltur Belgi allt í einu. Á sama tíma er ég búinn að fara á leikina hjá Íslandi og verið svekktur yfir úrslitunum.“ Sá möguleiki var til staðar að Ísland og Belgía myndu mætast í 8-liða úrslitum á EM. Og ef allt gengur upp hjá báðum liðum er svo sem ekki útilokað að þau mætist á HM í Brasilíu 2027: „Það væri náttúrulega bara geggjað, að taka leik við Ísland í Ríó.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Elísabet var ráðin landsliðsþjálfari Belga í janúar og Björn kom svo inn í þjálfarateymið í vor og er því mættur til starfa á stórmóti í fyrsta sinn. Björn flutti ásamt konu sinni Sif Atladóttur, fyrrverandi landsliðskonu, frá Svíþjóð til Íslands í lok árs 2021, þjálfaði á Selfossi og var aðstoðarþjálfari Víkings, en gat stokkið strax til þegar „Beta“ fékk nýtt starf og kallaði eftir kröftum hans: „Ætli við getum án hvors annars verið? Ég veit það ekki. Nei, þetta var nú bara þannig að ein úr þjálfarateyminu hjá Belgíu var ansi langt gengin með barn og það vantaði manneskju til að hlaupa í skarðið fyrir hana. Ég hef greinilega gert eitthvað vel því þetta þróaðist út í það að ég fékk að halda áfram með liðinu,“ sagði Björn við hótel belgíska landsliðsins í Saillon í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Björn starfar á EM fyrir Betu Þó að dæmið hafi ekki gengið upp hjá Belgum á EM (töp gegn Ítalíu og Spáni þýða að liðið er á heimleið líkt og Ísland) þá er Björn sannfærður um að Beta sé rétti aðilinn til að færa liðið upp á næsta stig, og til að mynda koma því á HM í Brasilíu 2027: „Ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt“ „Mér finnst hún bara geggjuð. Ég vann með henni í ellefu ár í Kristianstad og að sitja daginn fyrir leik og hlusta á ræður hjá henni gefur mér ennþá gæsahúð, og fær mig almennilega í gang, sem segir ansi mikið um hana og hvaða tengingu ég hef við hana,“ sagði Björn en finnst honum Beta hafa fundið nýja ástríðu í fyrsta landsliðsþjálfarastarfinu? „Ég held að ástríðan sé alltaf til staðar. Mér fannst hún aldrei vera að dofna í Kristianstad. Hins vegar var kannski kominn tími fyrir hana til að sleppa þessu 15 ára gamla barni sínu sem Kristianstad var. En ástríðan er það sem hefur fleytt henni svona ótrúlega langt sem þjálfari, umfram það sem margir hafa varðandi knattspyrnukunnáttu,“ sagði Björn. Belgíska landsliðið lenti í spænsku hakkavélinni á mánudaginn en náði þó að búa til skemmtilegan leik og jafna metin í tvígang. Liðið fer heim eftir lokaleikinn við Portúgal á föstudag.Getty/Leiting Gao „Steini búinn að standa fína plikt“ Beta átti í viðræðum við þáverandi forráðamenn KSÍ um að taka við íslenska landsliðinu árið 2021 áður en ákveðið var að semja frekar við Þorstein Halldórsson, núverandi þjálfara liðsins. En telur Björn að Íslendingar hafi misst af miklu þegar tækifærið var ekki nýtt til að ráða Betu? „Já og nei. Steini er búinn að standa fína plikt þarna. Ég veit að það eru alltaf gerðar miklar væntingar til íslenska landsliðsins, út af einhverju sem hefur gerst áður. Við eigum fullt af góðum leikmönnum. En það er ekki hægt að smella fingrum og láta allt smella saman. Hins vegar trúi ég bara svo mikið á Betu að ég trúi því að hún geti náð árangri hvar sem er.“ Langar að mæta Íslandi í Ríó Hann útilokar ekki að einhvern tímann í framtíðinni eigi þau Beta eftir að stýra íslenska landsliðinu: „Það væri rosa gaman að gera það einhvern tímann já,“ sagði Björn. „Það er skrýtið að standa með merki annars lands á brjóstinu á sér og vera stoltur Belgi allt í einu. Á sama tíma er ég búinn að fara á leikina hjá Íslandi og verið svekktur yfir úrslitunum.“ Sá möguleiki var til staðar að Ísland og Belgía myndu mætast í 8-liða úrslitum á EM. Og ef allt gengur upp hjá báðum liðum er svo sem ekki útilokað að þau mætist á HM í Brasilíu 2027: „Það væri náttúrulega bara geggjað, að taka leik við Ísland í Ríó.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira