„Vissulega eru það vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 9. júlí 2025 12:46 Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Vísir/anton Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira