Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Auðun Georg Ólafsson skrifar 10. júlí 2025 13:14 Varnarmálapakki Evrópusambandsins er ekki bara fyrir hergagnaiðnað, að sögn Vignis, heldur einnig í innviðafyrirtækjum. Aðsend Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. „Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu." Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu."
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira