Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Auðun Georg Ólafsson skrifar 10. júlí 2025 13:14 Varnarmálapakki Evrópusambandsins er ekki bara fyrir hergagnaiðnað, að sögn Vignis, heldur einnig í innviðafyrirtækjum. Aðsend Ekkert meinar Íslandssjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem stunda vopnaframleiðslu. Reglugerðir um sjálfbærar fjárfestingar heimila fjárfestingar til varnarmála svo fremi sem að það tengist ekki vopnum sem eru á bannlista samkvæmt alþjóðasamningum, eins og klasasprengjur eða efnavopnum. Fjárfestingastjóri Íslandssjóða segir sjóðinn fylgja sömu reglum og lífeyrissjóðir varðandi fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum. „Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu." Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
„Við erum með fyrirtæki á rauðum lista sem við fylgjum. Það er það sem við vinnum eftir og lífeyrissjóðirnir í raun líka,“ segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingastjóri Íslandssjóða. Stóraukin áhersla er nú lögð á öryggis- og varnarmál í Evrópu í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu. Fram kom í ítarlegri fréttaskýringu á Vísi í gær að til þess að endurnýja hergögn og skotfæri sem Evrópuþjóðir hafa vanrækt frá lokum kalda stríðsins hefur Evrópusambandið þegar samþykkt að stofna 150 milljarða evra sjóð til þess að hjálpa aðildarríkjunum að byggja upp varnir. Það er sagt fyrsta skrefið í að verja 800 milljörðum evra í öryggis- og varnarmál á næstu fjórum árum. Vaxandi þrýstingur hefur verið á lífeyris- og verðbréfasjóði að breyta reglum um ábyrgar fjárfestingar sem þeir hafa gengist undir á undanförnum árum til þess að þeir geti tekið þátt í að fjármagna uppbyggingu evrópsks varnariðnaðar. Slíkar reglur hafa útilokað að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum ef þau eru talin framleiða ýmis sérstaklega hættuleg vopn eins og klasasprengjur. Stórfyrirtæki eru ekki bara í hergögnum Vignir Þór segir að oft sé erfitt að aðskilja rekstur stórfyrirtækja þar sem hluti starfsemi þeirra fer í að framleiða vopn. Má þá segja að íslenskir fjárfestingasjóðir taki þátt í hernaðaruppbyggingu að einhverju leiti? „Ég held að allir fjárfestar á Íslandi geri það einhverju leiti, meira að segja lífeyrissjóðirnir. Ef við horfum á fyrirtæki sem flokkast til vopnaframleiðenda þá eru það til dæmis Boeing og Airbus og einnig Honeywell sem er stærsta iðnaðarfyrirtæki Bandaríkjanna. Það er kannski ýkt að segja að þetta séu bara hergagnafélög. Þau eru alþjóðleg fyrirtæki sem starfa á mörgum mörkuðum. Það er erfitt að segja að þessi félög eru beint í hergagnaiðnaði þó hluti af starfseminni sé þar.“ Hlutabréf í evrópskum vopnaframleiðendum hafa rokið upp í verði á undanförnum misserum vegna þeirra uppgripa sem eru í vændum á næstu árum þegar Evrópuríki leggja inn stórar pantanir um hergögn. Slíkt hlýtur að kitla áhuga fjárfesta. „Þetta er búið að hækka mikið úti en þetta er bara örlítið brot af eignum hjá okkur í félögum sem gætu talist til hergagnaiðnaðar. Það er mjög óverulegur hluti hjá okkur og alls engin fókus hjá íslenskum fjárfestum eða lífeyrissjóðum, “ segir Vignir. "Við höfum ekki breytt neinu hjá okkur og ég held að almennt séu verðbréfafyrirtæki úti að búa til sjóði út af eftirspurn. Það má ekki gleyma því að þessi varnarmálapakki er ekki bara fyrir hergagnaiðnað. Þetta eru innviðafyrirtæki; orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, flugvellir, varnarsamstarf og netöryggismál. Þannig að það er mjög ýkt að segja að þessi fjárfestingamengi sem voru að opnast í Evrópu sé alfarið í byssukúlum og sprengjum. ReArm Europe snýr að uppbyggingu varnarmála í Evrópu. Verið er að auka áherslur á fjármögnun í loftvarnarmálum, netöryggislausnum, bættum samgöngum og sameiginlega birgðastjórnum. Tækifæri fyrir fjárfesta eru því í fjárfestingum tengdum uppbyggingu innviða frekar en vopnaframleiðslu sem er aðeins hluti af þessari nýju stefnu í Evrópu."
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Fjármálamarkaðir Hernaður Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira