Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:27 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sleit þingfundi í gærkvöldi. Vísir/Einar Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán. Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira