Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson og Svanborg R. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 09:32 Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun