Körfubolti

Ís­köld Clark stýrði sókninni eins og hers­höfðingi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Caitlin Clark er hér í kröppum dansi.
Caitlin Clark er hér í kröppum dansi. vísir/getty

Caitlin Clark er loksins byrjuð að spila aftur og í öðrum leik hennar í endurkomunni fór sóknarleikurinn loksins almennilega í gang.

Lið hennar, Indiana Fever, vann sannfærandi sigur á Golden State Valkyries, 99-82, í nótt og það gerði þó svo liðið hefði fengið lítið af stigum frá Clark.

Liðið skoraði 59 stig í seinni hálfleik sem hefur ekki gerst í sjö ár.

Clark skoraði aðeins sjö stig í leiknum og aðeins fimm af sautján skotum hennar fóru ofan í. Hún setti niður eina þriggja stiga körfu í sjö tilraunum. Clark var aftur á móti með níu stoðsendingar og það gladdi hana.

„Ég veit að ég mun hitta betur fljótlega en mér fannst þetta einn af mínum bestu leikjum í að stýra hraða leiks. Ég passaði boltann vel og stýrði leiknum. Það var mjög ánægjulegt. Ég var sem hershöfðingi á gólfinu,“ sagði Clark kampakát.

Hún missti af fimm leikjum Fever í maí og júní og hefur farið rólega af stað í endurkomunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×