Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 11:33 Gianni Infantino, forseti FIFA, með Donald Trump Bandarikjaforseta og konu hans Melaniu Trump á úrslitaleik HM félagsliða í gær. Getty/Chip Somodevilla Mikill hiti og hvert þrumuveðrið á fætur öðru settu mikinn svip á heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta sem lauk í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Margir höfðu í framhaldinu áhyggjur af HM landsliða í Bandaríkjunum á næsta ári en FIFA hefur fundið lausnina. Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi áhyggjur fólks af krefjandi veðuraðstæðum í Bandaríkjunum næsta sumar. Infantino sagði að leikirnir sem fara fram í Bandaríkjunum fari að stórum hluta fram innanhúss því FIFA leggi nú kapp á að fjölga leikjum sem fara fram undir þaki. Hitinn var 28,8 gráður á selsíus þegar úrslitaleikurinn fór fram MetLife Stadium í New Jersey í gærkvöldi og hitinn var 35,5 gráður þegar annar undanúrslitaleikurinn fór fram. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, gáfu það út að þrír leikjanna á mótinu, hefðu aldrei átt að fara af stað vegna of mikils hita. Réttast hefði verið að seinka þeim þar til að hitinn minnkaði. FIFA president Gianni Infantino said stadiums with roofs will be used to ease concerns over severe weather at the 2026 Men's World Cup after criticism over players being exposed to extreme heat during the Club World Cup in the United States. https://t.co/Q2XZG3rKJs— ESPN FC (@ESPNFC) July 12, 2025 Enzo Fernández, miðjumaður Chelsea, skoraði á FIFA að gera eitthvað í þessu því honum hefði svimað í hitanum og leikmenn væru að setja sjálfan sig í talsverða hættu í þessum aðstæðum. Hvert þrumuveðrið á fætur öðru þýddi líka að gera þurftu hlé á mörgum leikjum. Chelsea lenti meðal annars í tveggja klukkutíma hléi. Infantino segir að lausnin sé meðal annars að færa fleiri leiki á mótinu undir þak. Það þýðir að fleiri leikir munu fara fram í borgum eins og Atlanta, Dallas, Houston og Vancouver. „Við skoðum alla gagnrýni og rannsökum málið. Við erum alltaf að finna hvað við getum gert betur,“ sagði Infantino. „Auðvitað er hitinn að skapa vandamál. Á síðasta ári, á Ólympíuleikunum í París, þá þurfti líka íþróttafólk úr öllum íþróttum að keppa í miklum hita,“ sagði Infantino. „Það er mikilvægt að leikmenn fái hlé til að kæla sig niður og drekka en svo sjáum við hvað við getum gert. Við höfum leikvanga með þaki og við munum án efa nota þessa velli á næsta ári,“ sagði Infantino. Lots of talk about weather & impact on 2026 World Cup. 4 indoor venues next summer: DAL, HOU, ATL, & VAN. Last night’s broadcast in Houston, it was wild going from oppressive outdoors to idyllic climate-controlled indoors. It will be competitive advantage for teams next summer. pic.twitter.com/JEyLA81ucC— Alexi Lalas (@AlexiLalas) July 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira