„Það var engin taktík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. júlí 2025 22:02 Guðjón Þórðarson var ekki parhrifinn af spilamennsku íslenska landsliðsins á EM Nordic Photos/Getty Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir að árangur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu hafi ekki komið honum á óvart enda hafi undirbúningur liðsins ekki gefið tilefni til bjartsýni. Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira