Körfubolti

Raggi Nat á Nesið

Siggeir Ævarsson skrifar
Raggi hefur spilað með Hamri síðan 2022
Raggi hefur spilað með Hamri síðan 2022 Vísir/Hulda Margrét

Álftnesingum hefur borist risastór liðsauki fyrir komandi vetur í Bónus-deildinni en miðherjinn hávaxni Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við liðið.

Ragnar, sem er 220 cm hár miðherji, kemur til Álftnesinga frá uppeldisfélagi sínu Hamri þar sem hann hefur leikið síðan 2022 og var lykilmaður þar í 1. deildinni á liðnum vetur. 

Ragnar er 33 ára og hokinn af reynslu en hann hefur alls leikið 49 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur komið nokkuð víða við á ferlinum og leikið m.a. með Val, Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn hér á landi og einnig erlendis með Sundsvall Dragons í Svíþjóð og Cáceres Ciudad del Baloncesto og Arcos Albacete Basket á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×