Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar 15. júlí 2025 13:00 Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag. Undirbúningur Hvammsvirkjunar er engin undantekning og niðurstöður kærumála sýna það skýrt. Engar ábendingar hafa þar komið fram sem hafa leitt til þess að breyta þurfi hönnun eða mótvægisaðgerðum, enda hafa þær aðgerðir þá verið lagðar fram til samráðs margoft í þeim fjölmörgu skipulags- og leyfisferlum sem eiga við um virkjunina. Þeir ágallar sem hefur þurft að bæta snúa allir að samráði milli stofnana og orðalagi við lagasetningu. Allt er það utan verk- og áhrifasviðs Landsvirkjunar. Kröfur innleiddar markvisst Vatnatilskipun Evrópusambandsins var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála. Innleiðing hennar hefur tekið langan tíma og lengi vel var óljóst hvenær sækja ætti um heimild til breytinga á vatnshloti og hvernig málsmeðferð skyldi háttað. Fyrsta vatnaáætlunin leit ekki dagsins ljós fyrr en vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Þrátt fyrir að innleiðing stjórnvalda tæki sinn tíma höfum við hjá Landsvirkjun unnið markvisst að því að innleiða viðeigandi verklag. Má til dæmis nefna rannsóknir á lífríki Þjórsár síðustu áratugi. Við vinnum áfram að rannsóknum og greiningum sem nýta má til að meta ástand vatnshlota og greina hvort grípa þurfi til aðgerða til að bæta ástand þeirra út frá leiðbeiningum stjórnvalda. Öll þessi vinna skilar sér inn í vatnaáætlun stjórnvalda og mun nýtast í framtíðinni ef meta þarf áhrif á viðkomandi vatnshlot. Nýjar kröfur en engar leiðbeiningar Tekið hefur verið tillit til laga um stjórn vatnamála í verklagi okkar um árabil, að því marki sem hægt hefur verið. Þegar vatnaáætlun tók gildi árið 2022 vorum við langt komin í leyfisveitingarferli Hvammsvirkjunar. Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) var fyrst tilbúin til að fjalla um breytingar á vatnshlotum þegar vatnaáætlunin kom til sögunnar. Á þeim tíma lágu þó hvorki fyrir skilgreindir verkferlar varðandi veitingu heimildar né leiðbeiningar fyrir áhrifamat sem er forsenda veitingu heimildar. Hér voru því settar fram nýjar kröfur á rekstraraðila án þess að fylgdi sögunni hvernig ætti að uppfylla þær. Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um gerð áhrifamats litu ekki dagsins ljós fyrr en í lok árs 2024. Til að geta uppfyllt skilyrði laga um stjórn vatnamála og sótt um heimild til breytinga á vatnshloti var vatnshlotið Þjórsá 1 ástandsmetið, umhverfismarkmið skilgreind og byggt á því fór fram fyrsta áhrifamat vatnshlots á Íslandi, unnið af Hafrannsóknastofnun. Á þessu stigi var byggt á leiðbeiningum Evrópusambandsins. Á grundvelli matsins veitti Umhverfisstofnun í apríl 2024 (15 mánuðum eftir að sótt var um) heimild til að breyta vatnshlotinu Þjórsá 1 með gerð Hvammsvirkjunar, með mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum á lífríki Þjórsár. Heimildin var meðal annars veitt þar sem sýnt hafði verið fram á af hálfu Landsvirkjunar að gripið yrði til allra þeirra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlotsins. Þá var ljóst að aukið raforkuöryggi varðaði almannahagsmuni sem vægju þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið vatnshlotsins næðist. Fyrsta heimildin stenst skoðun Landsvirkjun varð fyrst hér á landi til að sækja um og fá heimild til breytinga á vatnshloti. Ákvörðun um að veita þá heimild var þó felld úr gildi af hálfu Hæstaréttar vegna mistaka við setningu löggjafar, en ekki vegna neinna efnislegra annmarka. Við höfum hagað vinnu okkar í fullu samræmi við löggjöfina enda fengum við heimildina á grundvelli víðtækrar þekkingar á lífríki Þjórsár eftir áratuga rannsóknir og vel ígrundaðrar mótvægisaðgerðir. Ef allt væri eins og best verður á kosið þá væri ástand vatnshlota og umhverfismarkmið þeirra staðfest í vatnaáætlun, málsmeðferðarreglur væru skýrar og það lægi fyrir hvernig samræmi á milli vatnaáætlunar og rammaáætlunar skuli tryggt, líkt og skylt er að gera samkvæmt gildandi löggjöf. Það virðist vera kominn hreyfing á þessi mál þar sem í þessum mánuði tóku gildi ný lög þar sem Alþingi leiðrétti framangreind mistök við lagasetningu og kveðið er á um að heimildin skuli í framtíðinni vera hluti af virkjunarleyfi. Á nýafstöðnu þingi var einnig lagt til að áhrifamat vegna vatnshlota fari fram í umhverfismati framkvæmda. Við væntum þess að haldið verið áfram af hálfu stjórnvalda að skýra betur málsmeðferð í lögum um stjórn vatnamála. Það er mikilvægt að lögin gefi góðar leiðbeiningar og að innleiðing þeirra heppnist vel. Við hljótum öll að vilja tryggja áfram vönduð vinnubrögð við undirbúning framkvæmda og rekstur sem gætu mögulega haft áhrif á verðmæta vatnsauðlind þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatn Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við rekstur aflstöðva og undirbúning nýrra virkjana er að mörgu að hyggja. Við hjá Landsvirkjun leggjum okkur fram við að vanda til verka í allri starfsemi okkar. Á það ekki síst við um hönnun mannvirkja, samráð við hagaðila og útfærslu mótvægisaðgerða til að draga úr áhrifum á náttúru og samfélag. Undirbúningur Hvammsvirkjunar er engin undantekning og niðurstöður kærumála sýna það skýrt. Engar ábendingar hafa þar komið fram sem hafa leitt til þess að breyta þurfi hönnun eða mótvægisaðgerðum, enda hafa þær aðgerðir þá verið lagðar fram til samráðs margoft í þeim fjölmörgu skipulags- og leyfisferlum sem eiga við um virkjunina. Þeir ágallar sem hefur þurft að bæta snúa allir að samráði milli stofnana og orðalagi við lagasetningu. Allt er það utan verk- og áhrifasviðs Landsvirkjunar. Kröfur innleiddar markvisst Vatnatilskipun Evrópusambandsins var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála. Innleiðing hennar hefur tekið langan tíma og lengi vel var óljóst hvenær sækja ætti um heimild til breytinga á vatnshloti og hvernig málsmeðferð skyldi háttað. Fyrsta vatnaáætlunin leit ekki dagsins ljós fyrr en vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Þrátt fyrir að innleiðing stjórnvalda tæki sinn tíma höfum við hjá Landsvirkjun unnið markvisst að því að innleiða viðeigandi verklag. Má til dæmis nefna rannsóknir á lífríki Þjórsár síðustu áratugi. Við vinnum áfram að rannsóknum og greiningum sem nýta má til að meta ástand vatnshlota og greina hvort grípa þurfi til aðgerða til að bæta ástand þeirra út frá leiðbeiningum stjórnvalda. Öll þessi vinna skilar sér inn í vatnaáætlun stjórnvalda og mun nýtast í framtíðinni ef meta þarf áhrif á viðkomandi vatnshlot. Nýjar kröfur en engar leiðbeiningar Tekið hefur verið tillit til laga um stjórn vatnamála í verklagi okkar um árabil, að því marki sem hægt hefur verið. Þegar vatnaáætlun tók gildi árið 2022 vorum við langt komin í leyfisveitingarferli Hvammsvirkjunar. Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) var fyrst tilbúin til að fjalla um breytingar á vatnshlotum þegar vatnaáætlunin kom til sögunnar. Á þeim tíma lágu þó hvorki fyrir skilgreindir verkferlar varðandi veitingu heimildar né leiðbeiningar fyrir áhrifamat sem er forsenda veitingu heimildar. Hér voru því settar fram nýjar kröfur á rekstraraðila án þess að fylgdi sögunni hvernig ætti að uppfylla þær. Leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um gerð áhrifamats litu ekki dagsins ljós fyrr en í lok árs 2024. Til að geta uppfyllt skilyrði laga um stjórn vatnamála og sótt um heimild til breytinga á vatnshloti var vatnshlotið Þjórsá 1 ástandsmetið, umhverfismarkmið skilgreind og byggt á því fór fram fyrsta áhrifamat vatnshlots á Íslandi, unnið af Hafrannsóknastofnun. Á þessu stigi var byggt á leiðbeiningum Evrópusambandsins. Á grundvelli matsins veitti Umhverfisstofnun í apríl 2024 (15 mánuðum eftir að sótt var um) heimild til að breyta vatnshlotinu Þjórsá 1 með gerð Hvammsvirkjunar, með mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum á lífríki Þjórsár. Heimildin var meðal annars veitt þar sem sýnt hafði verið fram á af hálfu Landsvirkjunar að gripið yrði til allra þeirra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlotsins. Þá var ljóst að aukið raforkuöryggi varðaði almannahagsmuni sem vægju þyngra en ávinningur af því að umhverfismarkmið vatnshlotsins næðist. Fyrsta heimildin stenst skoðun Landsvirkjun varð fyrst hér á landi til að sækja um og fá heimild til breytinga á vatnshloti. Ákvörðun um að veita þá heimild var þó felld úr gildi af hálfu Hæstaréttar vegna mistaka við setningu löggjafar, en ekki vegna neinna efnislegra annmarka. Við höfum hagað vinnu okkar í fullu samræmi við löggjöfina enda fengum við heimildina á grundvelli víðtækrar þekkingar á lífríki Þjórsár eftir áratuga rannsóknir og vel ígrundaðrar mótvægisaðgerðir. Ef allt væri eins og best verður á kosið þá væri ástand vatnshlota og umhverfismarkmið þeirra staðfest í vatnaáætlun, málsmeðferðarreglur væru skýrar og það lægi fyrir hvernig samræmi á milli vatnaáætlunar og rammaáætlunar skuli tryggt, líkt og skylt er að gera samkvæmt gildandi löggjöf. Það virðist vera kominn hreyfing á þessi mál þar sem í þessum mánuði tóku gildi ný lög þar sem Alþingi leiðrétti framangreind mistök við lagasetningu og kveðið er á um að heimildin skuli í framtíðinni vera hluti af virkjunarleyfi. Á nýafstöðnu þingi var einnig lagt til að áhrifamat vegna vatnshlota fari fram í umhverfismati framkvæmda. Við væntum þess að haldið verið áfram af hálfu stjórnvalda að skýra betur málsmeðferð í lögum um stjórn vatnamála. Það er mikilvægt að lögin gefi góðar leiðbeiningar og að innleiðing þeirra heppnist vel. Við hljótum öll að vilja tryggja áfram vönduð vinnubrögð við undirbúning framkvæmda og rekstur sem gætu mögulega haft áhrif á verðmæta vatnsauðlind þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar