Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2025 18:17 Viktor Karl skoraði tvö í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik tók á móti Egnatia frá Albaníu í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Þjálfari liðsins, Halldór Árnason, hafði fyrir leik fullyrt að Blikar skoruðu alltaf á heimavelli en sú spá reyndist sönn. Blikar hófu leikinn af miklum krafti og leiddu 3-0 eftir einungis 27 mínútur. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði eftir glæsilega fyrirgjöf frá Dananum Tobias Thomsen. Tíu mínútum síðar bætti Viktor Karl Einarsson við öðru marki heimamanna eftir laglega fyrirgjöf frá Valgeiri Valgeirssyni. Á 27. mínútu vann Kristinn Jónsson boltann hátt á vellinum og átti fyrirgjöf á Tobias Thomsen sem náði ekki til boltans, en Ágúst Orri kom þá á fleygiferð og þrumaði boltanum í netið - annað mark hans í leiknum og það þriðja fyrir Blika. Viktor Karl Einarsson var svo aftur á ferðinni á 38. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark með skoti innanfótar í fjærhornið. Staðan því 4-0 í hálfleik og Blikar með annan fótinn og fjórar tær að auki í næstu umferð. Gestirnir reyndu að svara í síðari hálfleik og sýndu meiri ákefð en náðu ekki að skapa sér nein raunveruleg færi, sendingar og fyrirgjafir rötuðu sjaldan á rétta menn. Blikar héldu áfram að sækja og á 69. mínútu innsiglaði Óli Valur Ómarsson öruggan sigur Blika með fimmta marki leiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og er ljóst að ævintýri Breiðablikur heldur áfram í Meistaradeildinni þar sem þeir mæta KKS Lech Poznan frá Póllandi í næstu umferð. Atvik leiksins Ekkert sérstakt atvik að mínu mati en gestirnir fengu sjö gul spjöld og ég er hreinlega hissa að rauða spjaldið hafi ekki farið á loft. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl Einarsson var öflugur í dag með tvö mörk.Ágúst Orri Þorsteinsson og Óli Valur Ómarsson sem byrjuðu ekki í síðasta leik áttu stórleik í kvöld. Ágúst Orri með tvö mörk og Óli Valur með eitt mark.Stemning og umgjörðÞetta var alvöru stemning hérna á Kópavogsvelli en 1150 manns mættu á leikinn til að styðja sitt lið áfram.Dómarar Við vorum með skoska dómara í kvöld og þeir stóðu sig með prýði. Mér fannst engin vafamál og hann David Dickinson náði að díla ansi vel við tuð gestanna.ViðtölHalldór Árnason: „Tókum allt sjálfstraust og trú frá þeim“Halldór Árnason var öllu léttari á brún í kvöldVísir / Hulda MargrétHalldór Árnason fullyrti fyrir leik að Blikar skori alltaf á Kópavogsvelli en heimamenn ákváðu að rassskella gestina frá Albaníu með fimm mörkum.Var þetta nákvæmlega eins og þú lagðir upp með?„Ég lagði ekki endilega upp með að vinna 5-0 en ég lagði upp með það að við myndum pressa maður á mann helst í 90 mínútur sem við gerðum. Við vorum góðir að særa þá allstaðar þar sem hægt var, við tókum aldrei fótinn af bensíngjöfinni og frábær frammistaða hjá Blika liðinu í dag.“„Ég er hrikalega stoltur af liðinu og það er ekki auðvelt að búa sig undir andstæðing sem þú veist ekki alveg nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera. Þeir skiptu um leikkerfi fjórum eða fimm sinnum í fyrri hálfleik en við töldum bara og fórum á næsta mann og fórum maður á mann, við hleyptum þeim aldrei neitt. Við tókum bara allt sjálfstraust og trú frá þeim mjög snemma í leiknum og ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu.“Valgeir Valgeirsson: „Teljum okkur geta komist langt í þessari keppni“Valgeir ValgeirssonVísir/DiegoValgeir Valgeirsson, leikmaður Breiðabliks, var í sjöunda himni með úrslitin í leikslok.„Við spiluðum miklu betur í dag en við gerðum úti, það var meiri ákefð í okkur. Við breyttum aðeins planinu og settum meiri hápressu á liðið þeirra og það virkaði. Við spiluðum ótrúlega vel í dag, vörn og sókn var með allt upp á tíu!.“Það var vel mætt í stúkuna í kvöld og Valgeir segir það ómetanlegt.„Það er ótrúlega gaman að hafa mikið af stuðningsmönnum og þeir gera allt fyrir okkur. Við spilum betur með þeim og það er meiri stemning á leiknum og hún fylgir inn á völlinn sem veitir okkur meiri baráttu á vellinum. Því fleiri leiki sem stuðningsmenn mæta á því fleiri stig fáum við.“Þið eruð engan veginn hættir?„Við verðum að hafa trú á þessu, við erum í þessu til þess að komast eins langt og við getum. Við höfum mikla trú á okkur sem lið og teljum okkur geta komist langt í þessari keppni.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik
Breiðablik tók á móti Egnatia frá Albaníu í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Þjálfari liðsins, Halldór Árnason, hafði fyrir leik fullyrt að Blikar skoruðu alltaf á heimavelli en sú spá reyndist sönn. Blikar hófu leikinn af miklum krafti og leiddu 3-0 eftir einungis 27 mínútur. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði eftir glæsilega fyrirgjöf frá Dananum Tobias Thomsen. Tíu mínútum síðar bætti Viktor Karl Einarsson við öðru marki heimamanna eftir laglega fyrirgjöf frá Valgeiri Valgeirssyni. Á 27. mínútu vann Kristinn Jónsson boltann hátt á vellinum og átti fyrirgjöf á Tobias Thomsen sem náði ekki til boltans, en Ágúst Orri kom þá á fleygiferð og þrumaði boltanum í netið - annað mark hans í leiknum og það þriðja fyrir Blika. Viktor Karl Einarsson var svo aftur á ferðinni á 38. mínútu þegar hann skoraði sitt annað mark með skoti innanfótar í fjærhornið. Staðan því 4-0 í hálfleik og Blikar með annan fótinn og fjórar tær að auki í næstu umferð. Gestirnir reyndu að svara í síðari hálfleik og sýndu meiri ákefð en náðu ekki að skapa sér nein raunveruleg færi, sendingar og fyrirgjafir rötuðu sjaldan á rétta menn. Blikar héldu áfram að sækja og á 69. mínútu innsiglaði Óli Valur Ómarsson öruggan sigur Blika með fimmta marki leiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og er ljóst að ævintýri Breiðablikur heldur áfram í Meistaradeildinni þar sem þeir mæta KKS Lech Poznan frá Póllandi í næstu umferð. Atvik leiksins Ekkert sérstakt atvik að mínu mati en gestirnir fengu sjö gul spjöld og ég er hreinlega hissa að rauða spjaldið hafi ekki farið á loft. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl Einarsson var öflugur í dag með tvö mörk.Ágúst Orri Þorsteinsson og Óli Valur Ómarsson sem byrjuðu ekki í síðasta leik áttu stórleik í kvöld. Ágúst Orri með tvö mörk og Óli Valur með eitt mark.Stemning og umgjörðÞetta var alvöru stemning hérna á Kópavogsvelli en 1150 manns mættu á leikinn til að styðja sitt lið áfram.Dómarar Við vorum með skoska dómara í kvöld og þeir stóðu sig með prýði. Mér fannst engin vafamál og hann David Dickinson náði að díla ansi vel við tuð gestanna.ViðtölHalldór Árnason: „Tókum allt sjálfstraust og trú frá þeim“Halldór Árnason var öllu léttari á brún í kvöldVísir / Hulda MargrétHalldór Árnason fullyrti fyrir leik að Blikar skori alltaf á Kópavogsvelli en heimamenn ákváðu að rassskella gestina frá Albaníu með fimm mörkum.Var þetta nákvæmlega eins og þú lagðir upp með?„Ég lagði ekki endilega upp með að vinna 5-0 en ég lagði upp með það að við myndum pressa maður á mann helst í 90 mínútur sem við gerðum. Við vorum góðir að særa þá allstaðar þar sem hægt var, við tókum aldrei fótinn af bensíngjöfinni og frábær frammistaða hjá Blika liðinu í dag.“„Ég er hrikalega stoltur af liðinu og það er ekki auðvelt að búa sig undir andstæðing sem þú veist ekki alveg nákvæmlega hvað þeir eru að fara að gera. Þeir skiptu um leikkerfi fjórum eða fimm sinnum í fyrri hálfleik en við töldum bara og fórum á næsta mann og fórum maður á mann, við hleyptum þeim aldrei neitt. Við tókum bara allt sjálfstraust og trú frá þeim mjög snemma í leiknum og ég er bara ótrúlega stoltur af liðinu.“Valgeir Valgeirsson: „Teljum okkur geta komist langt í þessari keppni“Valgeir ValgeirssonVísir/DiegoValgeir Valgeirsson, leikmaður Breiðabliks, var í sjöunda himni með úrslitin í leikslok.„Við spiluðum miklu betur í dag en við gerðum úti, það var meiri ákefð í okkur. Við breyttum aðeins planinu og settum meiri hápressu á liðið þeirra og það virkaði. Við spiluðum ótrúlega vel í dag, vörn og sókn var með allt upp á tíu!.“Það var vel mætt í stúkuna í kvöld og Valgeir segir það ómetanlegt.„Það er ótrúlega gaman að hafa mikið af stuðningsmönnum og þeir gera allt fyrir okkur. Við spilum betur með þeim og það er meiri stemning á leiknum og hún fylgir inn á völlinn sem veitir okkur meiri baráttu á vellinum. Því fleiri leiki sem stuðningsmenn mæta á því fleiri stig fáum við.“Þið eruð engan veginn hættir?„Við verðum að hafa trú á þessu, við erum í þessu til þess að komast eins langt og við getum. Við höfum mikla trú á okkur sem lið og teljum okkur geta komist langt í þessari keppni.“