Körfubolti

Ola­di­po með auga­stað á endur­komu

Siggeir Ævarsson skrifar
Victor Oladipo lék síðast með Miami Heat áður en hann meiddist í apríl 2023
Victor Oladipo lék síðast með Miami Heat áður en hann meiddist í apríl 2023 Vísir/Getty

Bakvörðurinn knái, Victor Oladipo, virðist hyggja á endurkomu í NBA deildina eftir erfið hnémeiðsli en hann lék síðast keppnisleik í deildinni í apríl 2023.

Oladipo er staddur í Las Vegas þar sem Sumardeild NBA er í fullum gangi og tók í gær þátt í fimm á fimm leik þar sem fulltrúar bæði NBA liða og liða frá Evrópu fylgdust með. Miðað við fyrstu fregnir þá virðist hinn 33 ára Oladipo vera í fanta formi eftir tveggja ára hlé frá körfubolta.

Oladipo lék alls tíu tímabil í deildinni áður en hann meiddist. Hann var tvisvar valinn í stjörnuliðið og gerði garðinn hvað frægastan með Indiana Pacers tímabilið 2017-18 þegar hann skoraði 23 stig rúm að meðaltali í leik en fyrir það tímabil gerði hann stóran samning við Pacers sem færði honum 21 milljón dollara í laun næstu fjögur tímabilin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×