Innlent

Skip­stjóri hand­tekinn talinn vera undir á­hrifum

Agnar Már Másson skrifar
Skipstjórinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu. Mynd af Reykjavíkurhöfn úr safni. 
Skipstjórinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu. Mynd af Reykjavíkurhöfn úr safni. 

Lögreglu var tilkynnt um skipstjóra sem talinn var mögulega undir áhrifum vímuefna. Lögregla hitti á skipstjórann og það vaknaði fljótt grunur um að hann væri undir áhrifum. Skipstjórinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð í blóðsýnatöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Það kemur einnig fram að maður hafi hringt á lögregluna í dag og talið að bíl sínum hafi verið stolið. Bifreiðin fannst þó í næsta nágrenni snyrtilega lögð og líklega hefur eigandanum misminnt um hvar hann hafði lagt, að því er fram kemur í frétttasekyti lögreglu.

Kemur þar einnig fram að göngumaður hafi fest sig í gjótu, en lögregla farið á vettvang og aðstoðaði manninn við að losna svo hann gæti haldið för sinni áfram.

Þá var einnig tilkynnt um mann í sundlaug sem var með ofbeldistilburði gagnvart öðrum sundlaugagest. Lögregla mætti á staðinn og tók framburði af aðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×