Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 16. júlí 2025 08:00 Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Alþingi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun