Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2025 12:02 Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af málunum sem náði ekki í gegn á Alþingi rétt fyrir þinglok var frumvarp sem átti að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, segir að það sé miður og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að finna leiðir til að láta þetta samt gerast. En málið er ekki svona einfalt. Það sem ráðherrann lagði til – að gefa út meira af veiðiheimildum sérstaklega fyrir strandveiðar – brýtur í raun gegn meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis. Þar á að ríkja jafnræði; það má ekki úthluta kvóta þannig að sumir hagnist en aðrir sitji eftir. Þetta frumvarp hefði gert nákvæmlega það – og Umboðsmaður Alþingis er nú með þetta til skoðunar. Í einföldu máli: Þorskveiðar eru nú þegar nýttar í topp miðað við það sem vísindamenn ráðleggja. Þrátt fyrir það hefur ráðherra nú þegar veitt meira af kvóta til strandveiða en lögin heimila – og vill nú gera enn meira. Það er áhyggjuefni. Þorskstofninn er ekki í góðu ástandi og vísindin segja okkur að dregið verði úr heildarveiði næsta ár. Ef við hlustum ekki á þessar ráðleggingar, þá gæti stofninn minnkað enn meira – og það gæti haft slæm áhrif á framtíð veiða og útflutning. Þótt strandveiðar séu vinsælar og margir séu háðir þeim, þá eru þær dýrar og ekki hagkvæmar. Fáir fiskar mikið, það fer mikið til spillis og veiðarnar eru áhættusamari en aðrar veiðar . Það er vitað mál. Þess vegna eru slíkar veiðar ekki skynsamlegar lausn þegar stofninn er veikur – og þegar Íslendingar selja nánast allan fisk sinn á markaði sem krefst þess að veiðarnar séu sjálfbærar og ábyrgðarfullar. Í stuttu máli: Ríkisstjórnin virðist ætla að auka veiðar með pólitískum vilja, ekki á grundvelli skynsemi, laga eða vísinda. Það getur skaðað trúverðugleika fiskveiðistjórnunar og ógnað hagsmunum þjóðarinnar. Skoðun Bláa hagkerfisins Ráðherrann á að hætta við þessar aðgerðir. Strandveiðikerfið þarf yfirhalningu – ekki fleiri dagar í kerfi sem allir vita að skilar ekki miklu nema sóun og vandræðum. Ef það á að hjálpa sjávarbyggðum, þá þarf að gera það með skýrum, lagalegum og hagkvæmum hætti – ekki með að hunsa reglurnar og fórna fiskstofnum fyrir skammtímapólitík. Höfundur er stofnandi Bláa hagkerfisins ehf.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar