Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar 16. júlí 2025 13:32 Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Hótel á Íslandi Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun