Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 12:55 Mótmælendurnir hafa komið sér fyrir á miðjum veginum. Vísir/Oddur Íbúar frá Grindavík lokuðu veginum sem liggur að Bláa lónin í mótmælaskyni. Þau eru óánægð með að Bláa lónið sé opið en Grindavíkurbær lokaður. Erlendir ferðamenn óttuðust að missa af flugferðum sínum. Flautað var á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem kom í heimsókn til Grindavíkur í lögreglufylgd. Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“ Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Dagmar Valsdóttir, gistihúsaeigandi í Grindavík efndi til mótmælanna þar sem að bæði Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn, sem er staðsett nálægt Svartsengi, eru opin og í fullum rekstri. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákváðu hins vegar að einungis íbúar í Grindavík gætu snúið aftur til bæjarins. Atvinnurekendur þar geta því ekki tekið á móti ferðamönnum. Sjá einnig: Segir ferðaþjónustunni mismunaði og efnir til mótmæla Mótmælendur telja um mismunun að ræða. „Við viljum að ríkisstjórnin, Almannavarnir, lögreglustjórinn hlusti á okkur. Við skiljum vel að það er náttúruvá og það þurfi að taka mið af því. En það að það sé engin hætta inni í Grindavík og hafi reyndar verið, það hefur aldrei gosið inni í Grindavík þótt að hraun hafi komið, þá eigum við ekki að þurfa berjast fyrir því að bjóða gestum okkur inn í Grindavík,“ segir Dagmar. „Mér er illa brugðið. Bærinn er lokaður en það er búið að opna hér allt í kring,“ segir Örn Sigurðsson, íbúi í Grindavík. Er lögreglu bar að garði sögðust mótmælendurnir ekki ætla að færa sig af veginum fyrr en Grindavíkurbær yrði opnaður almenningi. Um klukkustundarlöngum mótmælunum lauk rétt fyrir klukkan eitt. Ferðamenn á staðnum höfðu beðist vægðar, bæði við mótmælendur og lögreglu, og vísað til þess að þeir ættu á hættu að missa af flugferðum sínum frá landinu. „Þessi valdboðun sem gengur yfir okkur í hvert einasta skipti sem eitthvað gerist hérna hjá okkur. Það er engin ástæða af þessu gosi til að loka Grindavík, engin,“ segir Guðbjörg Eyjólfsdóttir, formaður Járngerðar, hagsmunasamtaka um uppbyggingu í Grindavík, og einn mótmælenda. Hún er afar ósátt með orð forsætisráðherra sem flaug yfir gossvæðið nú fyrr í morgun með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem er í opinberri heimsókn hér á landi. „Hún hefur ekki sinnt skilaboðum varðandi áheyrn. Það er allt í lagi að sýna Grindavík og tala um áfallaþol samfélagsins þegar hér koma virtir gestir. En hún getur ekki til okkar og virt okkur maður að mann. “ Að sögn Odds Ævars Gunnarssonar, fréttamanns Sýnar á vettvangi, flautuðu mótmælendurnir bílflautum sínum þegar bifreið von der Leyen keyrði fram hjá í lögreglufylgd á leiðinni í heimsókn til Grindavíkur ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Ursual von der Leyen á leið til Grindavíkur í lögreglufylgd.Vísir/Oddur Gylfi Arnar Ísleifsson, eigandi pítsastaðarins Papas í Grindavík, var meðal mótmælenda auk tveggja starfsmanna hans. Hann kallar eftir svörum frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Hann verður að koma með einhver rök fyrir þessu,“ segir Gylfi. „Það er ekki hægt að vera reyna drepa okkur.“
Grindavík Bláa lónið Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira