Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2025 08:46 Yfir áttatíu prósent farþega Icelandair eru útlendingar, miðað við tölur um hvar farseðlarnir voru keyptir. Vilhelm Íslendingar í flugvél til og frá heimalandinu hafa eflaust margir spurt sig hversu hátt hlutfall samlanda sinna sé um borð. Og kannski undrast að hafa þá tilfinningu að íslenskir farþegar séu í miklum minnihluta. Icelandair gefur að vísu ekki upp skiptingu farþega sinna eftir þjóðerni í nýjasta árshlutauppgjöri sínu. Þar eru hins vegar birtar tölur um hvaðan farmiðatekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru upprunnar. Það gefur ákveðna vísbendingu um hvaðan farþegarnir komu. Þar sést að aðeins 19 prósent farþegatekna komu af farseðlum sem keyptir voru á Íslandi. Því má draga þá ályktun að það sé vart nema fimmta hvert sæti um borð sem að jafnaði er setið Íslendingi, þótt kannski hafi einhverjir landar keypt farmiðann sinn í útlöndum, og jafnvel einhverjir útlendingar keypt miðann sinn á Íslandi. Farþegar ganga um borð í Boeing 767-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.kmu Stærsti farþegahópur Icelandair á fyrri helmingi ársins keypti farmiðann í Norður-Ameríku en þaðan komu 56 prósent farþegatekna. Það segir okkur að Bandaríkjamenn, og raunar einnig Kanadamenn, eru mikilvægustu viðskiptavinir Icelandair nú um stundir, en félagið flýgur núna til fimmtán áfangastaða í Bandaríkjunum og þriggja áfangastaða í Kanada. Farmiðatekjur af Evrópubúum, utan Íslands, voru minna en helmingur tekna frá Norður-Ameríku. Um 23 prósent farþegatekna Icelandair komu af miðasölu í Evrópu. Um 2 prósent komu frá löndum utan Ameríku og Evrópu. Stóra myndin er sú að 81 prósent farþegatekna Icelandair komu af farmiðasölu erlendis, aðeins 19 prósent á Íslandi, og má því hiklaust skilgreina félagið sem útflutningsfyrirtæki. Þetta er staðan þegar Icelandair minnist þess að áttatíu ár eru liðin frá því það fór í sitt fyrsta millilandaflug. Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Efnahagsmál Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Icelandair gefur að vísu ekki upp skiptingu farþega sinna eftir þjóðerni í nýjasta árshlutauppgjöri sínu. Þar eru hins vegar birtar tölur um hvaðan farmiðatekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins voru upprunnar. Það gefur ákveðna vísbendingu um hvaðan farþegarnir komu. Þar sést að aðeins 19 prósent farþegatekna komu af farseðlum sem keyptir voru á Íslandi. Því má draga þá ályktun að það sé vart nema fimmta hvert sæti um borð sem að jafnaði er setið Íslendingi, þótt kannski hafi einhverjir landar keypt farmiðann sinn í útlöndum, og jafnvel einhverjir útlendingar keypt miðann sinn á Íslandi. Farþegar ganga um borð í Boeing 767-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.kmu Stærsti farþegahópur Icelandair á fyrri helmingi ársins keypti farmiðann í Norður-Ameríku en þaðan komu 56 prósent farþegatekna. Það segir okkur að Bandaríkjamenn, og raunar einnig Kanadamenn, eru mikilvægustu viðskiptavinir Icelandair nú um stundir, en félagið flýgur núna til fimmtán áfangastaða í Bandaríkjunum og þriggja áfangastaða í Kanada. Farmiðatekjur af Evrópubúum, utan Íslands, voru minna en helmingur tekna frá Norður-Ameríku. Um 23 prósent farþegatekna Icelandair komu af miðasölu í Evrópu. Um 2 prósent komu frá löndum utan Ameríku og Evrópu. Stóra myndin er sú að 81 prósent farþegatekna Icelandair komu af farmiðasölu erlendis, aðeins 19 prósent á Íslandi, og má því hiklaust skilgreina félagið sem útflutningsfyrirtæki. Þetta er staðan þegar Icelandair minnist þess að áttatíu ár eru liðin frá því það fór í sitt fyrsta millilandaflug.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Efnahagsmál Tengdar fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Icelandair fagnar því um þessar mundir að áttatíu ár eru liðin frá fyrsta millilandaflugi Íslendinga. Afmælisins var sérstaklega minnst á flugvellinum í Glasgow í fyrradag en fyrsta flugið frá Íslandi var einmitt til Skotlands. 13. júlí 2025 22:32
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44