Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar 21. júlí 2025 12:32 Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Ákæruvaldið gegn ríkisstjórninni Helstu sakargiftir sem bera má á ríkisstjórnina eru tvenns konar. Í fyrsta lagi hefði hún átt að standa öðruvísi að málum og þá hefði strandveiðifrumvarpið náð í gegn. Eflaust er það rétt, en það kallast að vera vitur eftirá, sér í lagi þegar engan hefði órað fyrir fjandanum se stjórnarandstaðan ætlaði að sleppa lausum. Miðað við þá tímalínu sem lagt var upp með hefði frumvarpið, undir venjulegum kringumstæðum, verið afgreitt á góðum tíma og við hefðum farið á sjó í morgun. En á Alþingi voru engar venjulegar kringumstæður. Þar ríkti „heilög skylda“ til að kæfa öll mál með málþófi. Til að bæta gráu ofan á svart var stjórnarandstöðunni boðið að ljúka þessu á mánudaginn var og samþykkja frumvarpið fyrir þinglok. Þáðu þau það boð, þingmennirnir sem höfðu svo ógurlega miklar áhyggjur af okkur trillukörlunum? Ekki aldeilis. Í öðru lagi voru loforð gefin sem ekki var hægt að standa við. Sú ásökun vegur þyngra og ég vona að ríkisstjórnarflokkarnir læri einhverja lexíu af því. Það breytir því ekki að ásetningur ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega Flokk fólksins, var góður. Þetta má því skrifast á klaufaskap og reynsluleysi sem er slæmt í pólitík en engin dauðasynd. Ákæruvaldið gegn minnihlutanum Sakargiftir á hendur stjórnarandstöðunni eru þeim mun alvarlegri. Förum aðeins yfir sönnunargögnin, og byrjum á orðræðu minnihlutaþingmanna í garð strandveiðisjómanna. Greinilegt var að þessir þingmenn voru búnir að trekkja málþófsvélina í gang því þeir kepptust við að vera sammála bullinu í síðasta ræðumanni. Miðflokkurinn hélt því fram að strandveiðisjómenn borgi enga skatta og engin gjöld, og undir það tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Framsókn reiknaðist til að potturinn þyrfti að rúmlega þrefaldast upp í 31.500 tonn, jafnvel þegar liðið var vel á sumar og þessi tala orðin stærðfræðilega ómöguleg, og undir þetta tóku Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkur fabúleraði um að við öryrkjarnir í sjávarútvegi værum mikil ógn við byggðafestu, og undir þetta tóku Miðflokkur og Framsókn. Að lokum var búið að fara hring eftir hring með rógburð og lygar í yfir 20 klukkutíma án þess að minnihlutinn sýndi á sér nokkuð fararsnið. Þegar Strandveiðifélag Íslands mætti á þingpallana til að fylgjast með umræðum um þinglok steig hver minnihlutaþingmaðurinn af fætur öðrum í pontu og vorkenndi okkur greyjin smælingjunum fyrir að fá ekki okkar í gegn. Fólkið sem kallar vel launuð og eftirsóknarverð störf á landsbyggðinni efnahagslega sóun; sem snúa vistvænustu fiskveiðum sem völ er á í andhverfu sína og kallar þær ósjálfbærar; sem segja að eini hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins þar sem sjómenn ráða sér sjálfir sé ekkert annað en hobbý fyrir tannlækna í Garðabæ og öryrkja hafsins – þetta fólk ætlast nú til þess að við trúum þeim þegar þau setja upp hvolpaaugu og ljúga því að okkur að það beri hag okkar fyrir brjósti. Hjá minnihlutanum var brotaviljinn jafn einbeittur og hann var útreiknaður. Hann tapaði baráttunni um veiðigjöldin en náði að stöðva 48 dagana í sárabætur. Þess ber að geta að frumvarpið okkar var ekki eina mannfallið í heilögu stríði minnihlutans. Engin frumvörp lifðu þinglokasamninginn af nema einhverjar skylduæfingar. Ákæruvaldið gegn SFS Að lokum má skoða þátt sægreifanna í þessu sorglega máli. Nú eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum, en það sem við vitum er að stjórnsýslukæra liggur fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis. Kæran snýr að þeim 2000 tonnum sem bætt var í strandveiðipottinn seinasta sumar. Á grundvelli jafnræðisreglunnar vilja kvótaþegar meina að þeir hefðu átt að fá 38.000 tonn á móti. Ef veiðigjaldafrumvarpið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að SFS hefur djúpa vasa og sparar engu til til að ná fram sínum markmiðum. Gaman væri að sjá lögfræðingareikninginn fyrir þessari kæru. Eftir stendur að SFS er með doktorsgráðu í að hræða líftóruna úr ráðherrum. Vandamálið er að það liggur fyrir álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti gegn jafnræðisreglunni sem og rétti Íslendinga til atvinnufrelsis og búsetufrelsis. Stjórnkerfið er fast í einhverju lögfræðilegu boxi sem er í mótsögn við sjálft sig Hvers vegna fær þá stórútgerðin alltaf að njóta vafans? Líklega vegna þess að hún getur dælt peningum í lögfræðinga, eitthvað sem við trillukarlar og konur höfum ekki aðgang að. Dómsúrskurður Hver er þá hinn seki? Dæmi hver fyrir sig, en kjörtímabilið er rétt að byrja. Fyrir mitt leiti ætla ég að geyma dóminn fram á vor. Vinnan sem hefst í haust á stóra frumvarpinu okkar, og lendingin á því, mun leiða sannleikann í ljós. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Þannig fór um sjóferð þá. 48 dögunum sem okkur voru lofaðir gufuðu upp um miðjan júlí, fjórða árið í röð. Þá hófst leitin að sökudólgnum: hver var það sem tók 48 dagana af trillukörlum og konum? Var það ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan? Eða kannski einhver allt annar? Þögn í salnum – ákæruvaldið hefur orðið. Ákæruvaldið gegn ríkisstjórninni Helstu sakargiftir sem bera má á ríkisstjórnina eru tvenns konar. Í fyrsta lagi hefði hún átt að standa öðruvísi að málum og þá hefði strandveiðifrumvarpið náð í gegn. Eflaust er það rétt, en það kallast að vera vitur eftirá, sér í lagi þegar engan hefði órað fyrir fjandanum se stjórnarandstaðan ætlaði að sleppa lausum. Miðað við þá tímalínu sem lagt var upp með hefði frumvarpið, undir venjulegum kringumstæðum, verið afgreitt á góðum tíma og við hefðum farið á sjó í morgun. En á Alþingi voru engar venjulegar kringumstæður. Þar ríkti „heilög skylda“ til að kæfa öll mál með málþófi. Til að bæta gráu ofan á svart var stjórnarandstöðunni boðið að ljúka þessu á mánudaginn var og samþykkja frumvarpið fyrir þinglok. Þáðu þau það boð, þingmennirnir sem höfðu svo ógurlega miklar áhyggjur af okkur trillukörlunum? Ekki aldeilis. Í öðru lagi voru loforð gefin sem ekki var hægt að standa við. Sú ásökun vegur þyngra og ég vona að ríkisstjórnarflokkarnir læri einhverja lexíu af því. Það breytir því ekki að ásetningur ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega Flokk fólksins, var góður. Þetta má því skrifast á klaufaskap og reynsluleysi sem er slæmt í pólitík en engin dauðasynd. Ákæruvaldið gegn minnihlutanum Sakargiftir á hendur stjórnarandstöðunni eru þeim mun alvarlegri. Förum aðeins yfir sönnunargögnin, og byrjum á orðræðu minnihlutaþingmanna í garð strandveiðisjómanna. Greinilegt var að þessir þingmenn voru búnir að trekkja málþófsvélina í gang því þeir kepptust við að vera sammála bullinu í síðasta ræðumanni. Miðflokkurinn hélt því fram að strandveiðisjómenn borgi enga skatta og engin gjöld, og undir það tóku Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Framsókn reiknaðist til að potturinn þyrfti að rúmlega þrefaldast upp í 31.500 tonn, jafnvel þegar liðið var vel á sumar og þessi tala orðin stærðfræðilega ómöguleg, og undir þetta tóku Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Sjálfstæðisflokkur fabúleraði um að við öryrkjarnir í sjávarútvegi værum mikil ógn við byggðafestu, og undir þetta tóku Miðflokkur og Framsókn. Að lokum var búið að fara hring eftir hring með rógburð og lygar í yfir 20 klukkutíma án þess að minnihlutinn sýndi á sér nokkuð fararsnið. Þegar Strandveiðifélag Íslands mætti á þingpallana til að fylgjast með umræðum um þinglok steig hver minnihlutaþingmaðurinn af fætur öðrum í pontu og vorkenndi okkur greyjin smælingjunum fyrir að fá ekki okkar í gegn. Fólkið sem kallar vel launuð og eftirsóknarverð störf á landsbyggðinni efnahagslega sóun; sem snúa vistvænustu fiskveiðum sem völ er á í andhverfu sína og kallar þær ósjálfbærar; sem segja að eini hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins þar sem sjómenn ráða sér sjálfir sé ekkert annað en hobbý fyrir tannlækna í Garðabæ og öryrkja hafsins – þetta fólk ætlast nú til þess að við trúum þeim þegar þau setja upp hvolpaaugu og ljúga því að okkur að það beri hag okkar fyrir brjósti. Hjá minnihlutanum var brotaviljinn jafn einbeittur og hann var útreiknaður. Hann tapaði baráttunni um veiðigjöldin en náði að stöðva 48 dagana í sárabætur. Þess ber að geta að frumvarpið okkar var ekki eina mannfallið í heilögu stríði minnihlutans. Engin frumvörp lifðu þinglokasamninginn af nema einhverjar skylduæfingar. Ákæruvaldið gegn SFS Að lokum má skoða þátt sægreifanna í þessu sorglega máli. Nú eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum, en það sem við vitum er að stjórnsýslukæra liggur fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis. Kæran snýr að þeim 2000 tonnum sem bætt var í strandveiðipottinn seinasta sumar. Á grundvelli jafnræðisreglunnar vilja kvótaþegar meina að þeir hefðu átt að fá 38.000 tonn á móti. Ef veiðigjaldafrumvarpið hefur kennt okkur eitthvað þá er það að SFS hefur djúpa vasa og sparar engu til til að ná fram sínum markmiðum. Gaman væri að sjá lögfræðingareikninginn fyrir þessari kæru. Eftir stendur að SFS er með doktorsgráðu í að hræða líftóruna úr ráðherrum. Vandamálið er að það liggur fyrir álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti gegn jafnræðisreglunni sem og rétti Íslendinga til atvinnufrelsis og búsetufrelsis. Stjórnkerfið er fast í einhverju lögfræðilegu boxi sem er í mótsögn við sjálft sig Hvers vegna fær þá stórútgerðin alltaf að njóta vafans? Líklega vegna þess að hún getur dælt peningum í lögfræðinga, eitthvað sem við trillukarlar og konur höfum ekki aðgang að. Dómsúrskurður Hver er þá hinn seki? Dæmi hver fyrir sig, en kjörtímabilið er rétt að byrja. Fyrir mitt leiti ætla ég að geyma dóminn fram á vor. Vinnan sem hefst í haust á stóra frumvarpinu okkar, og lendingin á því, mun leiða sannleikann í ljós. Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar