Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. júlí 2025 07:01 Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Strandveiðar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Strandveiðifélags Íslands, Kjartan Páll Sveinsson, sagði í grein á Vísi í gær að eina sök ríkisstjórnarflokkanna á því að ekki tókst að afgreiða frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmanns Viðreisnar, um 48 daga strandveiðar fyrir þinglok hefði verið klaufaskapur og reynsluleysi sem þó væri engin dauðasynd eins og hann orðaði það. Hins vegar kaus hann að saka stjórnarandstöðuna um einbeittan brotavilja og svik í þeim efnum. Hvernig hægt er að saka stjórnarandstöðuna um svik vegna stjórnarfrumvarps sem snerist um það að efna kosningaloforð eins af stjórnarflokkunum er auðvitað illskiljanlegt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitanlega er það ekki á ábyrgð annarra en þeirra sem standa að frumvarpinu að koma því í gegn, stjórnarmeirihlutans. Þessum sem að sögn formannsins eru aðeins sekir um klaufaskap og reynsluleysi. Hins vegar var augljóslega alls engin áherzla á það af hálfu þeirra. Frumvarpið var fyrir það fyrsta ekki lagt fram af Hönnu Katrínu fyrr en 28. maí, tæpum mánuði eftir að strandveiðitímabilið hófst, tveimur mánuðum eftir að skilafrestur þingmála rann út, tæpum fjórum mánuðum eftir að þing kom saman og tveimur vikum fyrir áætluð þinglok. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 3. júní og lauk henni strax daginn eftir. Önnur umræða um málið fór hins vegar ekki fram fyrr en 4. júlí, rúmum mánuði síðar. Klaufaskapur og reynsluleysi? Málið hafði einungis verið rætt í um fimm klukkustundir á einum þingfundi í annarri umræðu þegar það var tekið af dagskrá af stjórnarmeirihlutanum eftir að Hanna Katrín hafði sakað stjórnarandstöðuflokkana um málþóf sem þeir gerðu athugsemd við undir liðnum fundarstjórn forseta. Eftir það fór málið ekki aftur á dagskrá en vert er að árétta að stjórnarmeirihlutinn hefur dagskrárvaldið og ræður hvaða mál eru tekin til umræðu og hvenær. Ekki stjórnarandstaðan. Deginum ljósara er þannig að frumvarpið var í engum forgangi hjá stjórnarmeirihlutanum. Það verður ekki skrifað á klaufaskap og reynsluleysi. Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar að málið hafi sáralítið verið rætt í þinginu. Hún fer enda ekki með dagskrárvaldið. Það er heldur ekki stjórnarandstöðunnar að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokkanna og ansi vel í lagt að saka hana um að svíkja loforð sem hún aldrei gaf. Á því ber stjórnarmeirihlutinn auðvitað einn ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar