Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar 22. júlí 2025 08:01 Sífellt stærri hluti okkar daglega lífs fer í gegnum stafræn kerfi sem við stjórnum ekki. Yfirgnæfandi meirihluti skýjainnviða eru undir stjórn bandarískra og kínverskra fyrirtækja. Þetta leiðir af sér að flest önnur lönd, þar á meðal Evrópulönd, eru mjög háð erlendum þjónustuveitendum. Þetta á við um gagnageymslur, samskiptatól, skjalakerfi og grunnlíkön gervigreindar sem eru að ryðja sér til rúms í opinberri þjónustu. Við skráum okkur inn, samþykkjum skilmálana og fáum í staðinn þjónustu sem er snjöll, hröð og aðgengileg. En undir yfirborðinu er verið að safna gögnum, stjórna hegðun og móta veruleikann sem við sjáum. Þetta er ekki afleiðing gallaðs kerfis, þetta er viðskiptamódelið. Þegar hagnaður byggist á því að spá fyrir um og hafa áhrif á hegðun fólks verður sjálfræði afgangsstærð. Hættan er sú að við missum stjórn, ekki aðeins á einkalífi okkar heldur einnig á samfélagi okkar. Svarið við þessari þróun er ekki að hafna tækni, heldur að tryggja að hún þjóni lýðræðislegum gildum frekar en að vinna gegn þeim. Svarið felst í því að efla stafrænt fullveldi. Þegar aðrir eru við stjórnvölinn Síðasta febrúar lokaði Microsoft á tölvupóstreikning alþjóðlegs saksóknara á vegum stríðsglæpadómstólsins vegna þess að bandarísk stjórnvöld sögðu þeim að gera það. Sú stund olli titring um alla Evrópu. Danskir leiðtogar áttuðu sig á því að stjórnsýslan þeirra var orðin of háð fyrirtæki sem var í erindagjörðum við annað ríki. Nú þjálfa Danir opinbera starfsmenn í að nota opinn hugbúnað og vista skjöl á sniði sem virkar hvar sem er, ekki bara innan vistkerfis Microsoft. Stafrænn ráðherra Danmerkur er í dag að færa öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar frá Microsoft Office yfir í opnu hugbúnaðarlausnina, LibreOffice. Með því að innleiða opinn hugbúnað inn í stjórnkerfi landsins er Danmörk að endurheimta stjórn á eigin innviðum. Ekki aðeins með lögum og reglugerðum, heldur með hönnun: að byggja kerfi sem eru samvirkandi, gagnsæ og virka í þágu almannaheilla. Dönsk stjórnvöld velja þannig sjálfstæði fram yfir skammtíma þægindi. Þannig vinnum við að stafrænu fullveldi, með því að byggja upp samfélög sem við eigum, frekar en að leigja kerfin sem reka þau. Notendur í kerfi einhvers annars Sannleikurinn er sá að mörg sveitarfélög og margar ríkisstofnanir, þar á meðal okkar, hafa byggt lykilhluta stafrænnar þjónustu sinnar á kerfum sem þær eiga ekki, stýra ekki þróun á og geta ekki breytt. Í dag reiða íslenskar opinberar stofnanir sig á lausnir frá Microsoft, Google og Amazon til að skrifa og vista skjöl, senda tölvupóst, halda fundi og geyma gögn, auk notkunar í heilbrigðis-, fjármála- og menntakerfum. Við borgum fyrir að nota erlend tól sem hafa verið þróuð og þjálfuð á gögnum sem við eigum. Við geymum viðkvæm opinber gögn á netþjónum staðsettum erlendis. Og við notum einkaleyfisvarinn hugbúnað sem er leyfður undir skilyrðum sem við getum ekki breytt. Það þýðir að ef eitthvað bilar, þá bíðum við. Ef reglurnar breytast, borgum við meira. Og ef fyrirtækið gengur í burtu, erum við skilin eftir í myrkri. Þetta er ekki bara áhættusamt, þetta er ósjálfbært. Þegar þú ert söluvaran Við þekkjum það flest úr eigin daglega lífi, þegar við ætlum rétt aðeins að kíkja á samfélagsmiðlana og erum enn að skrolla hálftíma síðar. Við fáum stöðugt sömu tegund frétta, sjónarmiða og auglýsinga, og höldum að það endurspegli heiminn, þegar það speglar í raun bara okkur sjálf. Algrímið fylgist með hegðun okkar og mótar síðan hvað við fáum að sjá. Þessi lúmska stjórnun er ekki tilviljun, hún er hönnuð og hún er gerð möguleg með hljóðlátri normalíseringu gagnasöfnunar og eftirlits. Ekki bara á líkömum okkar, heldur á tilfinningum, áformum og sjálfsmynd okkar. Stafrænt fullveldi er mun meira en bara lýðræðismál. Það snýst um hver stjórnar innviðunum sem móta hvernig við hugsum, finnum til, höfum samskipti og tökum þátt í samfélaginu. Hver sem stjórnar þessum innviðum er ekki bara að stjórna þjónustu, þeir stjórna því hvað við vitum, hvernig við hugsum, og í raun hvað það þýðir að vera manneskja. Leiðin til sjálfstæðis Við þurfum ekki að endurhanna allt. En við þurfum að taka ábyrgð á grundvallaratriðunum. Það þýðir að fjárfesta í opinberum stafrænum innviðum, verkfærum og kerfum sem við getum stjórnað sjálf og að fjárfesta í frumkvöðlum og samtökum sem vinna að mannvænni tækni og samfélagslegri nýsköpun. Það þýðir að stuðla að þróun og notkun opins hugbúnaðar þar sem það er mögulegt. Það þýðir að vinna með öðrum löndum sem deila gildum okkar, til að byggja upp örugga og trausta valkosti. Og það þýðir að tryggja að gögn sem verða til í skólum okkar, sjúkrahúsum og opinberum stofnunum haldist í opinberri eigu undir okkar stjórn. Önnur Evrópulönd eru þegar að hreyfa sig. Þýskaland er að færa tugi þúsunda ríkistölva yfir í opin kerfi. Holland er að þróa sína eigin opinberu skýjainnviði. Í Sviss er unnið að gerð opins tungumálalíkans (LLM) sem er þjálfað í opinberri ofurtölvu, byggt á fjölbreyttum gögnum og verður aðgengilegt öllum með opnu leyfi. Og Danmörk er að segja skilið við Microsoft. Norræna módelið: Að byggja saman Ísland hefur nú einnig stigið stórt skref og hefur í samstarfi við hin Norðurlöndin fjármagnað samnorræna gervigreindarmiðstöð með það að markmiði að hraða og samræma innleiðingu gervigreindar á svæðinu. Miðstöðin verður mikilvægur vettvangur þar sem við getum deilt þekkingu með nágrönnum okkar, samræmt aðgerðir og eflt getu okkar allra til að nýta gervigreind í þágu samfélagsins. Samstarfið opnar fyrir spennandi möguleika á að tryggja stafrænt fullveldi svæðisins. Ef rétt er haldið á spilunum getur þessi nýja gervigreindarmiðstöð, New Nordics AI, orðið sú stoð sem við þurfum til að byggja upp sameiginlega stafræna innviði sem byggja á gagnsæi, trausti og lýðræðislegum gildum. Í stað þess að reiða okkur á erlend kerfi, er svæðið að skapa sameiginlegan ramma fyrir þróun gervigreindar sem gerir litlu landi eins og Íslandi kleift að móta framtíð gervigreindar á eigin forsendum. Þannig verðum við eigendur í stað þess að vera leigendur. Að segja já við mennskunni Gildin sem eru innbyggð í tækni okkar í dag eru ekki hlutlaus. Allt of oft er gróði settur framar velferð, samkeppni framar tengslum og skilvirkni framar siðferði. Stafrænt fullveldi snýst um að byggja innviði sem við skiljum, stjórnum og getum treyst. Að tryggja að algrímið sem mótar líf okkar byggist á gildum sem við höfum valið okkur frekar en þau sem hafa verið valin fyrir okkur. Að eiga og stýra þessum mikilvægu stafrænu innviðum gerir okkur kleift að hanna kerfi sem standa vörð um mennskuna, styðja við velsæld og halda lýðræðislegum gildum í kjarna stafrænnar framtíðar okkar. Ef við gerum þetta rétt, verður framtíðin ekki bara snjöll, heldur okkar eigin. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Sífellt stærri hluti okkar daglega lífs fer í gegnum stafræn kerfi sem við stjórnum ekki. Yfirgnæfandi meirihluti skýjainnviða eru undir stjórn bandarískra og kínverskra fyrirtækja. Þetta leiðir af sér að flest önnur lönd, þar á meðal Evrópulönd, eru mjög háð erlendum þjónustuveitendum. Þetta á við um gagnageymslur, samskiptatól, skjalakerfi og grunnlíkön gervigreindar sem eru að ryðja sér til rúms í opinberri þjónustu. Við skráum okkur inn, samþykkjum skilmálana og fáum í staðinn þjónustu sem er snjöll, hröð og aðgengileg. En undir yfirborðinu er verið að safna gögnum, stjórna hegðun og móta veruleikann sem við sjáum. Þetta er ekki afleiðing gallaðs kerfis, þetta er viðskiptamódelið. Þegar hagnaður byggist á því að spá fyrir um og hafa áhrif á hegðun fólks verður sjálfræði afgangsstærð. Hættan er sú að við missum stjórn, ekki aðeins á einkalífi okkar heldur einnig á samfélagi okkar. Svarið við þessari þróun er ekki að hafna tækni, heldur að tryggja að hún þjóni lýðræðislegum gildum frekar en að vinna gegn þeim. Svarið felst í því að efla stafrænt fullveldi. Þegar aðrir eru við stjórnvölinn Síðasta febrúar lokaði Microsoft á tölvupóstreikning alþjóðlegs saksóknara á vegum stríðsglæpadómstólsins vegna þess að bandarísk stjórnvöld sögðu þeim að gera það. Sú stund olli titring um alla Evrópu. Danskir leiðtogar áttuðu sig á því að stjórnsýslan þeirra var orðin of háð fyrirtæki sem var í erindagjörðum við annað ríki. Nú þjálfa Danir opinbera starfsmenn í að nota opinn hugbúnað og vista skjöl á sniði sem virkar hvar sem er, ekki bara innan vistkerfis Microsoft. Stafrænn ráðherra Danmerkur er í dag að færa öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar frá Microsoft Office yfir í opnu hugbúnaðarlausnina, LibreOffice. Með því að innleiða opinn hugbúnað inn í stjórnkerfi landsins er Danmörk að endurheimta stjórn á eigin innviðum. Ekki aðeins með lögum og reglugerðum, heldur með hönnun: að byggja kerfi sem eru samvirkandi, gagnsæ og virka í þágu almannaheilla. Dönsk stjórnvöld velja þannig sjálfstæði fram yfir skammtíma þægindi. Þannig vinnum við að stafrænu fullveldi, með því að byggja upp samfélög sem við eigum, frekar en að leigja kerfin sem reka þau. Notendur í kerfi einhvers annars Sannleikurinn er sá að mörg sveitarfélög og margar ríkisstofnanir, þar á meðal okkar, hafa byggt lykilhluta stafrænnar þjónustu sinnar á kerfum sem þær eiga ekki, stýra ekki þróun á og geta ekki breytt. Í dag reiða íslenskar opinberar stofnanir sig á lausnir frá Microsoft, Google og Amazon til að skrifa og vista skjöl, senda tölvupóst, halda fundi og geyma gögn, auk notkunar í heilbrigðis-, fjármála- og menntakerfum. Við borgum fyrir að nota erlend tól sem hafa verið þróuð og þjálfuð á gögnum sem við eigum. Við geymum viðkvæm opinber gögn á netþjónum staðsettum erlendis. Og við notum einkaleyfisvarinn hugbúnað sem er leyfður undir skilyrðum sem við getum ekki breytt. Það þýðir að ef eitthvað bilar, þá bíðum við. Ef reglurnar breytast, borgum við meira. Og ef fyrirtækið gengur í burtu, erum við skilin eftir í myrkri. Þetta er ekki bara áhættusamt, þetta er ósjálfbært. Þegar þú ert söluvaran Við þekkjum það flest úr eigin daglega lífi, þegar við ætlum rétt aðeins að kíkja á samfélagsmiðlana og erum enn að skrolla hálftíma síðar. Við fáum stöðugt sömu tegund frétta, sjónarmiða og auglýsinga, og höldum að það endurspegli heiminn, þegar það speglar í raun bara okkur sjálf. Algrímið fylgist með hegðun okkar og mótar síðan hvað við fáum að sjá. Þessi lúmska stjórnun er ekki tilviljun, hún er hönnuð og hún er gerð möguleg með hljóðlátri normalíseringu gagnasöfnunar og eftirlits. Ekki bara á líkömum okkar, heldur á tilfinningum, áformum og sjálfsmynd okkar. Stafrænt fullveldi er mun meira en bara lýðræðismál. Það snýst um hver stjórnar innviðunum sem móta hvernig við hugsum, finnum til, höfum samskipti og tökum þátt í samfélaginu. Hver sem stjórnar þessum innviðum er ekki bara að stjórna þjónustu, þeir stjórna því hvað við vitum, hvernig við hugsum, og í raun hvað það þýðir að vera manneskja. Leiðin til sjálfstæðis Við þurfum ekki að endurhanna allt. En við þurfum að taka ábyrgð á grundvallaratriðunum. Það þýðir að fjárfesta í opinberum stafrænum innviðum, verkfærum og kerfum sem við getum stjórnað sjálf og að fjárfesta í frumkvöðlum og samtökum sem vinna að mannvænni tækni og samfélagslegri nýsköpun. Það þýðir að stuðla að þróun og notkun opins hugbúnaðar þar sem það er mögulegt. Það þýðir að vinna með öðrum löndum sem deila gildum okkar, til að byggja upp örugga og trausta valkosti. Og það þýðir að tryggja að gögn sem verða til í skólum okkar, sjúkrahúsum og opinberum stofnunum haldist í opinberri eigu undir okkar stjórn. Önnur Evrópulönd eru þegar að hreyfa sig. Þýskaland er að færa tugi þúsunda ríkistölva yfir í opin kerfi. Holland er að þróa sína eigin opinberu skýjainnviði. Í Sviss er unnið að gerð opins tungumálalíkans (LLM) sem er þjálfað í opinberri ofurtölvu, byggt á fjölbreyttum gögnum og verður aðgengilegt öllum með opnu leyfi. Og Danmörk er að segja skilið við Microsoft. Norræna módelið: Að byggja saman Ísland hefur nú einnig stigið stórt skref og hefur í samstarfi við hin Norðurlöndin fjármagnað samnorræna gervigreindarmiðstöð með það að markmiði að hraða og samræma innleiðingu gervigreindar á svæðinu. Miðstöðin verður mikilvægur vettvangur þar sem við getum deilt þekkingu með nágrönnum okkar, samræmt aðgerðir og eflt getu okkar allra til að nýta gervigreind í þágu samfélagsins. Samstarfið opnar fyrir spennandi möguleika á að tryggja stafrænt fullveldi svæðisins. Ef rétt er haldið á spilunum getur þessi nýja gervigreindarmiðstöð, New Nordics AI, orðið sú stoð sem við þurfum til að byggja upp sameiginlega stafræna innviði sem byggja á gagnsæi, trausti og lýðræðislegum gildum. Í stað þess að reiða okkur á erlend kerfi, er svæðið að skapa sameiginlegan ramma fyrir þróun gervigreindar sem gerir litlu landi eins og Íslandi kleift að móta framtíð gervigreindar á eigin forsendum. Þannig verðum við eigendur í stað þess að vera leigendur. Að segja já við mennskunni Gildin sem eru innbyggð í tækni okkar í dag eru ekki hlutlaus. Allt of oft er gróði settur framar velferð, samkeppni framar tengslum og skilvirkni framar siðferði. Stafrænt fullveldi snýst um að byggja innviði sem við skiljum, stjórnum og getum treyst. Að tryggja að algrímið sem mótar líf okkar byggist á gildum sem við höfum valið okkur frekar en þau sem hafa verið valin fyrir okkur. Að eiga og stýra þessum mikilvægu stafrænu innviðum gerir okkur kleift að hanna kerfi sem standa vörð um mennskuna, styðja við velsæld og halda lýðræðislegum gildum í kjarna stafrænnar framtíðar okkar. Ef við gerum þetta rétt, verður framtíðin ekki bara snjöll, heldur okkar eigin. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun