Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 11:03 Lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli með fíkniefnaleitarhund. Vísir/Arnar Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi. Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Hinn dæmdi, sem Héraðsdómur Reykjaness telur að hafi gegnt hlutverki burðardýrs í málinu, kom til landsins 22. apríl með tæplega þrjú kíló af kókaíni í ferðatösku. Það var af 82-85 prósenta styrkleika. Hann játaði brot sitt greiðlega og fékk tveggja ára dóm fyrir að frádregnu tæplega þriggja mánaða löngu gæsluvarðhaldi. Athygli vakti að nafn mannsins var ekki birt í dómnum á vef Héraðsdóms Reykjaness eins og hefð er fyrir. Þá kom heldur ekki fram hvaðan maðurinn ferðaðist. Það er helst í kynferðis- og ofbeldisbrotamálum þar sem tenging er milli þolanda og geranda sem dómstólar birta ekki nöfn þeirra sem hljóta dóm og þá með hagsmuni brotaþola í huga. Annars er hinn almenna regla að það sem gerist í dómstólum sé fyrir opnum tjöldum, í heyranda hljóði eins og það er orðað. Jónas Jóhannsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um nafnleynd hafi verið tekin vegna hótana og ógnanna sem sakborningur hefur sætt hér á landi eftir að hann ákvað að ganga til samvinnu við lögreglu og aðstoða við að upplýsa um hlut annarra í keðjunni. Annar maður í keðjunni sætir ákæru fyrir að hafa gert tilraun til að taka á móti og varsla umrædd 2,9 kíló af kókaíni. Þá hafði lögreglan lagt hald á kókaínið og skipt því út fyrir gerviefnin. Sá sem kom með efnin til landsins hélt á fund ákærða sem var handtekinn. Málið á hendur þeim sem tók við gerviefnunum var þingfest þann 15. júlí síðastliðinn og neitaði ákærði sök. Fyrirtaka verður í málinu í ágúst og aðalmeðferð hefur verið ákveðin þann 17. september. Verði ákærði fundinn sekur um að hafa gert tilraun til að taka við fíkniefnunum má gera ráð fyrir að refsing hans verði umtalsvert þyngri en í tilfelli þess sem flutti efnin inn, burðardýrið neðst í keðjunni.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira