Ozzy Osbourne allur Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 18:25 Ozzy Osbourne hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn. Getty Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. „Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
„Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira