Ozzy Osbourne allur Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 18:25 Ozzy Osbourne hlaut viðurnefnið myrkraprinsinn. Getty Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne er látinn 76 ára að aldri. Fjölskylda hans greinir frá þessu. Áhrif hans á rokksöguna voru mikil, og hlaut hann viðurnefnið myrkraprinsinn. „Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira
„Með sorg sem orð fá ekki lýst tilkynnum við ykkur að okkar ástæli Ozzy Osbourne lést í morgun,“ segir í tilkynningunni. „Hann var umkringdur fjölskyldu sinni og umvafinn ást.“ Osbourne var hvað þekktastur sem aðalsprautan í þungarokkshljómsveitinni Black Sabbath. Sveitin var stofnuð árið 1968 og var Osbourne söngvari hennar frá stofnun til ársins 1979. Ozzy Osbourne var sannarlega einstakur.Getty Á meðal vinsælustu laga Black Sabbath eru Paranoid, Iron Man, War Pigs, og Sweat Leaf. Þrjú fyrstnefndu lögin voru öll á annarri plötu sveitarinnar, Paranoid, sem kom út 1970. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum aftur saman á síðari árum. Hún hélt lokatónleika sína fyrr í þessum mánuði í heimabæ þeirra, Birmingham. Osbourne hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn síðustu ár og gat því ekki gengið eða staðið. Hann kom engu að síður fram á umræddum tónleikum. Líkt og áður segir hætti Osbourne í Black Sabbath árið 1979. Það mun hafa tengst líferni og ofsafenginni eiturlyfjaneyslu hans. Osbourne átti einnig farsælan sólóferil. Þekktasta lagið frá sólóferlinum er líklegast Crazy Train. Ozzy Osbourne giftist Sharon Arden árið 1982 og lifði hjónabandið til dauðadags Ozzy. Sharon, sem er í dag þekktari sem Sharon Osbourne, var jafnframt umboðsmaður Ozzy átti þátt í því að gera fjölskyldu þeirra að raunveruleikastjörnum. Snemma á þessari öld hófu raunveruleikaþættirnir The Osbournes göngu sína en þar spiluðu tvö barna þeirra, Kelly og Jack, einnig stóra rullu. Nú skömmu eftir að greint hefur verið frá andláti Ozzy Osbourne hefur fjöldi tónlistarmanna heiðrað minningu hans. Þar má nefna Metallica og Ronnie Wood meðlim Rolling Stones. Osbourne var þekktur fyrir ansi líflega og ögrandi sviðsframkomu. Í þeim efnum er vert að minnast á atvik frá árinu 1982 þar sem Osbourne mun hafa bitið höfuð af leðurblöku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Andlát Ozzy Osbourne Tónlist Hollywood Bretland England Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira