Innlent

Keyrt á ís­lenska stráka á Ólympíuhátíð

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Um fjörutíu Íslendingar á aldrinum 14 til 18 ára taka þátt á Ólympíuhátíðinni.
Um fjörutíu Íslendingar á aldrinum 14 til 18 ára taka þátt á Ólympíuhátíðinni. EYOF SKOPJE

Keyrt var á tvo íslenska stráka í Norður-Makedóníu þegar þeir æfðu fyrir keppni í götuhjólreiðum. Líðan þeirra er sögð góð eftir atvikum.

Hrafnkell Steinarr Ingvarsson og Þorvaldur Atli Björgvinsson áttu að keppa í dag fyrir hönd Hjólreiðafélags Reykjavíkur í götuhjólreiðum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Kumanovo.

Þeir voru að æfa sig daginn fyrir keppnina þegar keyrt var á þá og þurfti að flytja þá á sjúkrahús. Í tilkynningu á heimasíðu Íþróttabandalags Íslands segir að líðan strákanna sé góð en gátu þeir samt sem áður ekki tekið þátt í keppninni.

„ÍSÍ harmar mjög þetta atvik og gerir allt til að tryggja líkamlega og andlega velferð þeirra,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×