Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar 26. júlí 2025 08:02 Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga. Tólf veiðidaga á mánuði frá og með maímánuði til og með ágústmánaðar. Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi. Strandveiðar eiga að vera í forgangi Íslensk stjórnvöld gáfu þau fyrirheit í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kerfið bryti í bága við jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að strandveiðarnar yrðu fyrsta skrefið til að lagfæra kerfið. Þannig að þau 5,3 prósent sem nú er haldið fyrir utan beina úthlutun yrðu notuð til beinna byggðaaðgerða og nýliðunar. Það hefur farið fram hjá fáum að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einhverra hluta vegna beitt sér að alefli gegn strandveiðum. Þar á bæ telja menn það heilaga skyldu sína að koma í veg fyrir strandveiðar. Færri vita að það skortir verulega á að stóru sjávarútvegsfyrirtækin skili veiðiheimildum í þorskígildum talið inn í 5,3 prósenta byggðapottinn eins og þeim ber sbr. 8. laga um stjórn fiskveiða. Þar munar nokkrum þúsundum tonna árlega í þorskígildum talið. SFS er því að kasta steini úr glerhúsi þegar kvartað er til umboðsmanns Alþingis vegna meintra brota á jafnræði þegar kemur að strandveiðum. Sérstaklega vegna þess að fyrirtæki innan SFS sækja sjálf æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð. Ákveðinn hluti af 5,3 prósenta pottinum hefur smátt og smátt verið að færast þaðan til stórútgerðarinnar, í nafni svo kallaðara skel -og rækjubóta sem ekki eiga lengur rétt á sér. Þessar svo kölluðu bætur eru í raun að miklu leyti orðnar hluti af veiðiheimildum stærri útgerða og ættu því ekki að dragast frá heimildum í 5,3 prósenta pottinum og þrengja þannig svigrúm stjórnvalda til byggðaaðgerða. Ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta. Þar má nefna lítið brottkast, áræðanleg viktun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum möskva. Á strandveiðum er einnig verið að veiða staðbundinn fisk á grunnslóð sem annars nýtist ekki. Það er samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Það er mikilvægt að allir aðilar nálgist þetta verkefni með jákvæðum og lausnarmiðuðum hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Strandveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er óneitanlega stundum undarlegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnsýslunnar við að leysa úr litlum verkefnum. Þar má nefna nauðsynlegar úrbætur á flugleiðsögubúnaði á Akureyrarflugvelli með sáralitlum tilkostnaði sem myndu stórbæta rekstraröryggi flugvallarins. Annað mál sem kostar ekkert en væri mikill ávinningur fyrir sjávarþorp hringinn í kringum landið er að tryggja strandveiðar í 48 daga. Tólf veiðidaga á mánuði frá og með maímánuði til og með ágústmánaðar. Eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta enda magnið lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem blasir við í mælingum á stærð fiskistofna. Mæling á þorskstofninum árið 2017 var endurmetin fjórum árum síðar og var stofninn þá sagður 240 þúsund tonnum minni en fyrri mæling gaf til kynna. Hafa ber í huga að skekkjan er mun meiri en heildarþorskveiði allra fiskiskipa verður á þessu ári og örugglega mun meiri en allur afli strandveiðibáta frá upphafi. Strandveiðar eiga að vera í forgangi Íslensk stjórnvöld gáfu þau fyrirheit í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kerfið bryti í bága við jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að strandveiðarnar yrðu fyrsta skrefið til að lagfæra kerfið. Þannig að þau 5,3 prósent sem nú er haldið fyrir utan beina úthlutun yrðu notuð til beinna byggðaaðgerða og nýliðunar. Það hefur farið fram hjá fáum að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa einhverra hluta vegna beitt sér að alefli gegn strandveiðum. Þar á bæ telja menn það heilaga skyldu sína að koma í veg fyrir strandveiðar. Færri vita að það skortir verulega á að stóru sjávarútvegsfyrirtækin skili veiðiheimildum í þorskígildum talið inn í 5,3 prósenta byggðapottinn eins og þeim ber sbr. 8. laga um stjórn fiskveiða. Þar munar nokkrum þúsundum tonna árlega í þorskígildum talið. SFS er því að kasta steini úr glerhúsi þegar kvartað er til umboðsmanns Alþingis vegna meintra brota á jafnræði þegar kemur að strandveiðum. Sérstaklega vegna þess að fyrirtæki innan SFS sækja sjálf æ harðar í byggðapottana, bæði í beina úthlutun og óbeina. Víða byggir úthlutun á byggðkvóta á vinnsluskyldu þar sem eina vinnslan á svæðinu er oftar en ekki í eigu stórútgerðar. Ef útgerðarmaður í Fjallabyggð til dæmis fær úthlutað einu tonni af byggðakvóta þarf hann að útvega önnur tvö tonn í mótframlagi, með þeim skilyrðum að landa að minnsta kosti tveimur tonnum á Dalvík. Vinnslan á Dalvík greiðir fyrir bæði tonnin verð sem er um 25 prósentum lægra en markaðsverð. Ákveðinn hluti af 5,3 prósenta pottinum hefur smátt og smátt verið að færast þaðan til stórútgerðarinnar, í nafni svo kallaðara skel -og rækjubóta sem ekki eiga lengur rétt á sér. Þessar svo kölluðu bætur eru í raun að miklu leyti orðnar hluti af veiðiheimildum stærri útgerða og ættu því ekki að dragast frá heimildum í 5,3 prósenta pottinum og þrengja þannig svigrúm stjórnvalda til byggðaaðgerða. Ýmsir þættir ættu að teljast strandveiðum til hagsbóta. Þar má nefna lítið brottkast, áræðanleg viktun, umhverfisvæn veiðarfæri, minna um að fiskur kremjist eða sleppi lífvana í gegnum möskva. Á strandveiðum er einnig verið að veiða staðbundinn fisk á grunnslóð sem annars nýtist ekki. Það er samstaða í ríkisstjórn um að efla strandveiðar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun leiða stefnumótun þar að lútandi á næstu misserum. Það er mikilvægt að allir aðilar nálgist þetta verkefni með jákvæðum og lausnarmiðuðum hætti. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun