„Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 11:02 Hafþór Júlíus Björnsson var vinsæll úti í Þýskalandi enda ein af stærstu stjörnunum í aflraunaheiminum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi afrek sitt frá helginni þegar hann setti nýtti heimsmet í réttstöðulyftu. Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum. Aflraunir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum.
Aflraunir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira