Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2025 22:15 Það er allt annað að sjá Luka í dag. Robert Gauthier/Getty Images Nýverið birtist mynd af Luka Dončić, stjörnu Los Angeles Lakers og NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er ekki betur séð en að Luka hafi látið til sin taka í ræktinni það sem af er sumri. Hinn 26 ára gamli Dončić er 1.98 metri á hæð og var samkvæmt Lakers 104 kílógrömm þegar hann mætti þangað frá Dallas Mavericks í óvæntustu félagaskiptum síðari ára ef ekki allra tíma. Þó Lakers hafi skráð Luka sem 104 kíló voru sögusagnir þess efnis að hann hefði verið allt að 122 kíló þegar hann spilaði fyrir Dallas. Þegar Slóvenanum var skipt til Lakers gaf Dallas opinverlega út að félagið hefði áhyggjur af ásigkomulagi og mataræði leikmannsins. Hann virðist hafa tekið því persónulega ef marka má forsíðu mynd tímaritsins Men´s Health. Þar sést tággrannur Luka leika sér með lóð frekar en körfubolta. Samkvæmt Men´s Health hefur Luka æft stíft síðan Lakers féll úr leik gegn Minnesota Timberwolves í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Um er að ræða tvær 90 mínútna æfingar á dag ásamt því að hann hefur verið duglegur að spila padel. Lakers mætir með talsvert breytt lið á komandi leiktíð en félagið hefur samið við Jake LaRavia, DeAndre Ayton og Marcus Smart. Þá fór Dorian Finney-Smith til Houston Rockets. Þá birti Misko Raznatovic, umboðsmaður miðherjans magnaða Nikola Jokić, nokkuð óskýra mynd af sér á bát ásamt LeBron James og viðskiptafélaga hans Maverick Carter. Mögulega voru þeir að ræða hesta en myndin vakti athygli. Samningur Jokić við Denver Nuggets rennur út á næsta ári en hann hafnaði framlengingu á samningi fyrr í sumar. Hann getur þó framlengt við félagið næsta sumar fyrir talsvert hærri upphæð. Körfubolti NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Dončić er 1.98 metri á hæð og var samkvæmt Lakers 104 kílógrömm þegar hann mætti þangað frá Dallas Mavericks í óvæntustu félagaskiptum síðari ára ef ekki allra tíma. Þó Lakers hafi skráð Luka sem 104 kíló voru sögusagnir þess efnis að hann hefði verið allt að 122 kíló þegar hann spilaði fyrir Dallas. Þegar Slóvenanum var skipt til Lakers gaf Dallas opinverlega út að félagið hefði áhyggjur af ásigkomulagi og mataræði leikmannsins. Hann virðist hafa tekið því persónulega ef marka má forsíðu mynd tímaritsins Men´s Health. Þar sést tággrannur Luka leika sér með lóð frekar en körfubolta. Samkvæmt Men´s Health hefur Luka æft stíft síðan Lakers féll úr leik gegn Minnesota Timberwolves í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Um er að ræða tvær 90 mínútna æfingar á dag ásamt því að hann hefur verið duglegur að spila padel. Lakers mætir með talsvert breytt lið á komandi leiktíð en félagið hefur samið við Jake LaRavia, DeAndre Ayton og Marcus Smart. Þá fór Dorian Finney-Smith til Houston Rockets. Þá birti Misko Raznatovic, umboðsmaður miðherjans magnaða Nikola Jokić, nokkuð óskýra mynd af sér á bát ásamt LeBron James og viðskiptafélaga hans Maverick Carter. Mögulega voru þeir að ræða hesta en myndin vakti athygli. Samningur Jokić við Denver Nuggets rennur út á næsta ári en hann hafnaði framlengingu á samningi fyrr í sumar. Hann getur þó framlengt við félagið næsta sumar fyrir talsvert hærri upphæð.
Körfubolti NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Sjá meira