Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 17:15 Chloe Kelly fagnar með bikarinn og við hlið liðsfélaga sinna í Evrópumeistaraliði Englands. Getty/Maja Hitij England og Spánn áttu langflesta leikmenn í úrvalsliði Evrópumótsins í Sviss eða átta af ellefu. Evrópumeistarar Englands eru með fjóra leikmenn í liðinu og silfurlið Spánar með aðra fjóra þar af alla miðjumenn liðsins. Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025 EM 2025 í Sviss Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Úrvalsliðið var valið af sérstakri tækninefnd UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, á mótinu. Það vekur athygli en kemur alls ekki á óvart að hin enska Chloe Kelly er í úrvalsliðinu. Kelly tryggði Englandi sigur í vítakeppninni en hafði áður komið inn á og lagt upp jöfnunarmark liðsins. Kelly átti mikinn þátt í mörgum endurkomum enska liðsins á mótinu. Eitt það ótrúlegasta við hennar frammistöðu er að hún byrjaði ekki einn leik á öllu Evrópumótinu en var samt valin í lið mótsins. Enski markvörðurinn Hannah Hampton er í markinu en hún varði hverja vítaspyrnuna á fætur annarri í tveimur vítakeppnum enska liðsins og átti frábært mót. Enski bakvörðurinn Lucy Bronze komst líka í úrvalsliðið en hún spilaði allt mótið með sprungu í sköflungnum. Þvílík harka. Alessia Russo er fjórði Englendingurinn í liðinu en hún skoraði mark enska liðsins í úrslitaleiknum. Russo var óheppin með mörk á mótinu en bjó til mörg mörk fyrir liðsfélaga sína. Miðjumennirnir voru allir frá Spáni eða þær Aitana Bonmatí, Patri Guijarro og Alexia Putellas. Bonmatí hafði áður verið valin besti leikmaður mótsins. Irene Paredes, fyrirliði og miðvörður spænska liðsins var sú fjórða frá Spáni í úrvalsliðinu. Hinar þrjár í úrvalsliðinu, sem komu ekki frá England eða Spáni, voru ítalski varnarmaðurinn Elena Linari, þýski varnarmaðurinn Franziska Kett og þýski sóknarmaðurinn Jule Brand. 🥁 Introducing the #WEURO2025 Team of the Tournament, as chosen by the UEFA Technical Observer Group 🤩 pic.twitter.com/Zxe2e2jCo5— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) July 28, 2025
EM 2025 í Sviss Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira