Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 15:25 Framkvæmdir við nýtt skólaþorp hafa staðið yfir í sumar. Vísir/Anton Brink Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram. Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“ Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Framkvæmdir við svokallað skólaþorp á bílastæði við Laugardalsvöll hófust fyrr í sumar. Skólaþorpin eiga að létta undir með skólunum í Laugardal til bráðabirgða meðan framkvæmdir standa yfir. Stjórn KSÍ lýsti yfir vonbrigðum og áhyggjum af vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í tengslum við uppbyggingu skólaþorpsins í yfirlýsingu í síðustu viku. Þá sagði stjórnin framkvæmdir hafnar þrátt fyrir að ekki væri búið að samþykkja skipulag á svæðinu. KSÍ gerði meðal annars athugasemdir við fyrirætlan borgaryfirvalda að loka annarri akstursleiðinni að bílastæðum Laugardalsvallar og vera þannig eingöngu með eina leið opna að vellinum. Þannig myndi framkvæmdin hafa mikil og neikvæð áhrif á aðgengis- og öryggismál. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að í upphafi árs hafi upplýstu samtali og samráði verið komið ávið KSÍ og samskipti verkefnastjóra skólaþorpsins við forsvarsfólk KSÍ hafi verið regluleg og ítarleg. Vinnan sem fer nú fram byggi á samþykktum byggingaráformum frá 18. mars á þessu ári og fyrirliggjandi byggingarleyfi frá 12. júní 2025. „Því er hafnað að framkvæmdir séu hafnar án þess að samþykkt skipulag liggi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Þann 17. janúar síðastliðinn hafi fulltrúum KSÍ verið veitt kynning á afstöðumynd af skólaþorpinu ásamt tímaáætlun. Þar hafi komið fram að fyrsti áfangi myndi hefjast í lok mars. Þann 27. mars var KSÍ upplýst af verkefnastjóra um tafir á framkvæmdatíma og tilkynnt að framkvæmdir myndu hefjast í lok maí eða byrjun júní. Það var því verkefnastjóri verkefnisins sem hafði frumkvæði að því að upplýsa KSÍ þann 27. maí um upphaf framkvæmda. Öll tilksyld leyfi Þá segir að í undirbúningsvinnu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skólaþorpið hafi verið lögð sérstök áhersla á öryggi og aðgengi gangandi vegfarenda, sérstaklega skólabarna. „Helsta þverun skólabarna á milli Laugarnesskóla og skólaþorpsins er við Hofteig og aðra innkeyrslu á bílastæði við þjóðarleikvang. Til að tryggja umferðaröryggi er mikilvægt að loka fyrir þveranir inn á Reykjaveg við þessa leið. Mat samgönguverkfræðings er að ein inn- og útkeyrsla af bílastæðinu sé nægjanleg fyrir almenna notendur. Að höfðu samráði við almannavarnir verður aðkoma neyðarbíla áfram tryggð eftir annarri leið sem verður lokuð almennri umferð til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda,“ segir í tilkyningu. Varðandi lokun upp að Reykjavegi verði innakstursleið komið upp fyrir viðbragðsaðila. Aðkoma að svæðinu hafi ekki verið skert vegna yfirstandandi framkvæmda. „Samþykkt byggingaráform frá 18. mars 2025 skilgreina að sótt sé um leyfi fyrir byggingum sem rúmast innan gildandi skipulags. Þar kemur einnig fram að fyrri umsókn um byggingaráform fyrir tímabundið leikskólaúrræði verði ógilt, og að ný byggingaráform um skólaþorp taki gildi. Það er því staðreynd að með samþykktum byggingaráformum og byggingarleyfi liggja öll tilskilin leyfi fyrir.“
Deilur um skólahald í Laugardal KSÍ Fótbolti Skóla- og menntamál Reykjavík Bílastæði Borgarstjórn Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira