Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 16:53 Sautján stiga hiti var á Raufarhöfn í dag þegar Vísir sló á þráðinn þangað. Tjaldsvæði Raufarhafnar Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina. „Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum. Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
„Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum.
Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43