„Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 31. júlí 2025 22:55 Hinn 63 ára gamli Kent er öllu vanur. EPA/HENNING BAGGER Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik. „Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með að við séum að fara áfram. Þetta var mikil dramatík og sýnir líka aftur um hvað fótbolti snýst. Við getum líkt þessu svolítið við bikarleiki þar sem öllu er snúið við og breytt, dramatík og vítaspyrnur. Þetta var mikil dramatík eins og ég segi og við erum vonsviknir með að hafa byrjað vel en misnotað vítaspyrnu og svo fengum við nokkra sénsa þar sem við gátum stjórnað leiknum en svo allt í einu var honum snúið við í þeirra hag. Við erum ánægðir með að fara áfram og ég held að við eigum það skilið og við vitum líka að þeir hefðu vel getað jafnað í lokin. Þetta sýnir bara hversu mikil dramatík var í þessum leik.“ Kent kom inn á það í viðtali fyrir leik að hann hafi vitað að KA yrði erfiður andstæðingur og lið hans þyrfti að vera við öllu búið, en bjóst hann við svona mikilli mótspyrnu? „Ég bjóst ekki við að fara alla leið í framlengingu en þó svo að það hafi verið 2-2 eftir venjulegan leiktíma fannst mér leikurinn vera jafn og jafnir leikir geta dottið báðu megin. Ég bjóst ekki við framlengingu en eftir að hafa séð leikinn var ég ekki hissa því það var svo mikil dramatík. Bæði lið voru betra liðið á vellinum á einhverjum tímapunktu en á endanum var þetta verðskuldaður sigur.“ Tonni Adamsen skoraði þrennu fyrir Silkeborg í dag en hann er þrítugur Dani sem hefur pilað með Silkeborg frá árinu 2022. „Hann var markahæstur hjá okkur á síðasta tímabili en hann fór nokkuð seint að blómstra sem leikmaður. Hann hefur aðeins verið í atvinnumanna fótbolta í þrjú til fjögur ár og hann er þrítugur. Hann hefur einnig spilað í neðri deildunum en hann á nokkur góð ár eftir. Hann byrjaði einnig vel í fyrra, sérstaklega í Evrópuleikjunum, og við vonum að hann haldi því áfram.“ Silkeborg mætir Jagellonina frá Póllandi í næstu umferð sem er allt öðruvísi andstæðingur en KA. „Við reynum alltaf að læra af leikjum. KA sýndi í dag mjög skipulagðan og agaðan leik sem innihélt einnig hraða og líkamlegan styrk. Þetta var erfitt fyrir okkur og við reynum að læra af þessu. Á móti Jagellonia verður leikurinn opnari þar sem verður meira pláss og við viljum frekar svoleiðis leiki en aftur á móti vitum við að þar erum við að mæta frekar sterku liði.“ Kent þjálfaði Hallgrím Jónasson hjá OB á sínum tíma og þekkjast þeir því vel en því miður gefst ekki tími fyrir þá til að setjast niður yfir einum bjór þar sem Silkeborg þarf að ferðast beint til Danmerkur. „Nei við þurfum að fara beinustu lið til Danmerkur núna. Klukkan þar verður held ég sex um morgun þegar við komum og þá höfum við tvo og hálfan dag áður en við spilum aftur þannig fókusinn verður á að ná upp orku“, sagði hinn eldhressi Kent Nielsen að endingu.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira