Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 17:17 Nikola Jokic er frábær í körfubolta en ástríða hans virðist þó vera annars staðar. Getty/Joshua Gateley Myndir af körfuboltastjörnunni Nikola Jokic að missa sig yfir því þegar hesturinn hans vann keppni í Serbíu fór á flug á netinu í vikunni og ekki síst í samanburði við látlaus viðbrögð hans þegar Jokic varð sjálfur NBA-meistari. Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights) NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Jokic grét að gleði, faðmaði bæði hest og knapa og fagnaði þessu eins og stærsta sigri ferilsins. Þegar hann varð NBA meistari þá lét hann bara eins og þetta væri hver annar körfuboltaleikur. Jokic er að mörgum talinn vera besti körfuboltamaður heims í dag en á síðustu leiktíð í NBA þá var hann með þrennu að meðaltali í leik, skoraði 29,6 stig, tók 12,7 fráköst og gaf 10,2 stoðsendingar. Hann er stórskotlegur leikmaður og hefur verið þrisvar sinnum valinn mikilvægasti leikmaðurinn í NBA. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) DeMarcus Cousins er fyrrum liðsfélagi Jokic hjá Denver Nuggets og hann segir sláandi hluti um serbneska miðherjann í nýju viðtali. Samkvæmt Cousins þá skiptir körfuboltinn Serbann frekar litlu máli. „Honum er hreinlega skítsama um körfuboltann í NBA. Þetta skiptir hann engu máli,“ sagði DeMarcus Cousins. „Að spila í NBA er líklega í þriðja eða fjórða sætið yfir það sem honum þykir skemmtilegast að gera. Það er kannski það sem er mest ógnvekjandi við hans frammistöðu inn á vellinum,“ sagði Cousins. „Þegar ég var í Denver þá sátum við hlið við hlið í klefanum. Ég fór að ræða við hann um nýjan samninginn hans og hann sagði mér: Heyrðu, ég gæti mögulega bara lagt skóna á hilluna. Ég svaraði: Gefa frá þér þrjú hundruð milljón dollara? Skrifaðu bara undir og safnaðu síðan spiki. Ekki sleppa þrjú hundruð milljónum,“ sagði Cousins. View this post on Instagram A post shared by @courtsidebuzzig „Hann svaraði: Ég vil bara komast heim í dalinn minn og vera í kringum hestana mína. Ég svaraði á móti: Jok, hestarnir verða þarna áfram, náðu í þessar þrjú hundruð milljónir,“ sagði Cousins. Jokic skrifaði undir nýjan samning í júli 2022 sem færir honum 264 milljónir á fimm árum. Hann hefur þegar unnið sér inn 247 milljónir dollara á ferlinum en fær meira 55 milljónir dollara á tímabili þar til að samningurinn rennur út árið 2028. 55 milljónir dollara eru 6,8 milljarðar króna. Jokic fær 55 milljónir á næsta tímabili, 59 milljónir dollara 2026-27 og næstum því 63 milljónir Bandaríkjadala 2027-28. Hann þarf að mæta í vinnuna eins og við hin en flestir héldu þó eflaust að þetta skipti hann meira máli en það gerir. View this post on Instagram A post shared by House of Highlights (@houseofhighlights)
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira