Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2025 13:05 Það verður meira en nóg að gera á hátíðarhöldum dagsins á Hjalteyri í Hörgársveit í dag. Aðsend Ein af hátíðum helgarinnar er á Hjalteyri í Hörgársveit en þar búa fimmtíu manns. Boðið verður upp á verbúðarstemmingu, veiði á bryggjunni, grillveislu, kyndlagöngu og í kvöld verður flugeldasýning við hafnargarðinn. Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend
Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira