Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:54 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. „Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“ Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
„Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“
Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira