Íslenski boltinn

Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sigurður Bjartu skoraði tvö í kvöld.
Sigurður Bjartu skoraði tvö í kvöld. Vísir/Anton Brink

„Ég er fyrst og fremst svekktur. Mér fannst þetta vera okkar leikur til að tapa. Þeir voru dauðþreyttir og nýbúnir að spila 120 mínútur fyrir þremur dögum. Ég er bara svekktur,“ segir Sigurður Bjartur Hallsson, framherji FH, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli við Víking í Bestu deild karla í dag.

Sérlega svekkjandi var fyrir Sigurð að FH-ingar fengu á sig mark innan við tveimur mínútum eftir bæði mörk hans. En hann kom FH yfir í bæði fyrri og síðari hálfleik.

„Að sjálfsögðu er það svekkjandi. Það var fókusleysi mínúturnar eftir bæði mörkin. Við vorum heppnir að þeir skori ekki þarna fyrir hornið (sem Víkingur skoraði annað mark liðsins upp úr). Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næstu leiki,“

„Við spiluðum góðan leik í dag og vorum betri aðilinn fannst mér. Þess þá heldur svekkjandi að taka ekki þrjú stig,“ segir Sigurður Bjartur.

Hvað takið þið út úr leiknum?

„Við erum ennþá taplausir hérna í Kaplakrika og við ætlum að halda því áfram. Það er enginn að fara að sigra okkur hérna,“

FH hafði tapað tíu deildarleikjum í röð fyrir Víkingi fyrir leik dagsins. Menn voru ákveðnir í að breyta því, en tilfinningin er þó sú, að þeir hafi tapað samkvæmt Sigurði.

„Mér líður eiginlega eins og við höfum tapað þessum leik, ef ég á að vera alveg hreinskilinn við þig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×