Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 4. ágúst 2025 07:31 Fulltrúar fimmtán ríkja innan Sameinuðu þjóðanna héldu nýlega ráðstefnu um s.k. tveggja ríkja lausn. Niðurstaða ráðstefnunnar ber nafnið “New York Declaration”. Þar eru skráð loforð 15 ríkja um að „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“, samtímis því að ríkin lýsa „staðföstum stuðningi við tveggja ríkja lausnina“. Það er sögn í því að ríkin ætla „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“. Þetta er ekki stríð, þetta er árás Ísraels og þjóðarmorð. Orðalagið, að nefna þetta stríð en aldrei þjóðarmorð, segir sitt um afstöðu ráðstefnufulltrúanna. Það kemur ekki fram í hverju hið sameiginlega átak mun birtast. Það eru ekki boðaðar neinar refsiaðgerðir gegn árásaraðilanum. Það vekur upp spurningar um tilgang ráðstefnunnar og raunverulegan vilja stjórnvalda þeirra ríkja sem sóttu ráðstefnuna, þ.á.m. Íslands, að það er byrjað á öfugum enda. Það er tilgangslaust að ræða framtíð Palestínu ef frumatriðin eru ekki á hreinu. Fyrsta krafan getur eingöngu verið þessi: AFLÉTTIÐ HERNÁMINU! Hernámið er ólöglegt Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt hernámið ólöglegt og að Ísraelsher eigi að hypja sig af landi Palestínu og að Ísrael greiði skaðabætur fyrir hryðuverkin sem her þess hefur unnið undanfarna áratugi. Það þarf því engar vangaveltur þessara fulltrúa á ráðstefnunni um málefnið, það þarf eingöngu að fylgja alþjóðalögum. Í aðdraganda ráðstefnunnar lýstu nokkur ríkjanna ætlun sinni að viðurkenna ríki Palestínu, sum þó með skilyrðum sem sýna að hugur fylgir vart máli. Ríkin fimmtán skora á Ísrael að „lýsa skýrri opinberri skuldbindingu um tveggja ríkja lausnina, og þar með fullvalda og lífvænlegt palestínskt ríki,“ Lokapunktur áætlunarinnar er: „sjálfstæð, vopnlaus Palestína sem myndi lifa friðsamlega hlið við hlið Ísraels.“ Ekkert er minnst á að afvopna Ísrael, sem er þó augljóslega frumforsenda friðar á því svæði sem Ísrael ræðst reglubundið á með loftárásum og stórskotaliði. Lög Ísraels og stefna stjórnvalda Ráðstefnufulltrúarnir hefðu getað unnið heimavinnuna sína betur eða mætt til fundar með heiðarleikann í farteskinu. Í Ísrael gilda lög sem segja að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis... Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Og í stefnuskrá Likud flokksins, flokks Netanyahu, segir: „réttur gyðingaþjóðarinnar til lands Ísraels er eilífur og óumdeilanlegur ... Júdea og Samaria [Vesturbakkinn] munu því aldrei verða afhentar erlendri stjórn. Í landinu milli hafs og árinnar Jórdan mun eingöngu gilda fullveldi Ísraels“. Sem sagt „from the river to the sea“. Ísrael mun aldrei samþykkja tilvist Palestínuríkis ótilneytt og menn geta rætt „tveggja ríkja lausnina“ í hið óendanlega ef Ísrael nýtur áfram refsileysis líkt og verið hefur í sjö áratugi. Tilgangslaus ráðstefna Ráðstefnan er að sjálfsögðu tilgangslaus þar sem Ísrael og Bandaríkin tóku ekki þátt, ríkin sem eru megingerendur þjóðarmorðsins jafnt á Gaza sem á Vesturbakkanum. Viðbrögð Ísraels voru fyrirsjáanleg. Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi harðlega þau lönd sem tóku þátt í ráðstefnunni og sagði að: „það séu þau ríki í heiminum sem berjast gegn hryðjuverkamönnum og öfgaöflum og svo séu það ríki sem loka augunum eða grípa til friðþægingar (appeasement).“ Enn eitt atriði, sem hindrar að tveggja ríkja lausnin geti náð fram að ganga og sýnir þar með tilgangsleysi ráðstefnunnar, eru landránsbyggðirnar. Um 700.000 ísraelskir landræningjar búa á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem og ætla sér ekki að fara þaðan. Það á meira að segja að bæta Gaza við landránið. Svo lengi sem Ísrael byggir landránsbyggðir á landi Palestínumanna þá er engin lausn í sjónmáli. Niðurstaðan er þessi; Ráðstefna um tveggja ríkja lausnina þjónar engum tilgangi núna, öðrum en þeim að dyggðaskreyta þau stjórnvöld sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. Meginverkefnið Til þess að mögulegt sé að bjarga Gazabúum sem eftir lifa frá hungurdauða og sprengjuárásum verður að stöðva Ísraelsher. Það er herinn sem hindrar mannúðaraðstoð og varpar sprengjum á flóttafólkið. Ísrael er búið að segja sig úr lögum við alþjóðasamfélagið. Það sem blasir við er meginverkefnið: Að beita Ísrael STRAX þungum refsiaðgerðum vegna þjóðarmorðsins og glæpa gegn mannkyni. Ef það er ekki gert þá halda morðin áfram og örmagna Gazabúar deyja tugþúsundum saman úr hungri, sjúkdómum og sprengjuregni. Ábyrgðin á framhaldinu er í höndum vestrænna ríkja - og íslensk stjórnvöld eru ekki undanskilin. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Fulltrúar fimmtán ríkja innan Sameinuðu þjóðanna héldu nýlega ráðstefnu um s.k. tveggja ríkja lausn. Niðurstaða ráðstefnunnar ber nafnið “New York Declaration”. Þar eru skráð loforð 15 ríkja um að „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“, samtímis því að ríkin lýsa „staðföstum stuðningi við tveggja ríkja lausnina“. Það er sögn í því að ríkin ætla „gera sameiginlegt átak til að binda endi á stríðið á Gaza“. Þetta er ekki stríð, þetta er árás Ísraels og þjóðarmorð. Orðalagið, að nefna þetta stríð en aldrei þjóðarmorð, segir sitt um afstöðu ráðstefnufulltrúanna. Það kemur ekki fram í hverju hið sameiginlega átak mun birtast. Það eru ekki boðaðar neinar refsiaðgerðir gegn árásaraðilanum. Það vekur upp spurningar um tilgang ráðstefnunnar og raunverulegan vilja stjórnvalda þeirra ríkja sem sóttu ráðstefnuna, þ.á.m. Íslands, að það er byrjað á öfugum enda. Það er tilgangslaust að ræða framtíð Palestínu ef frumatriðin eru ekki á hreinu. Fyrsta krafan getur eingöngu verið þessi: AFLÉTTIÐ HERNÁMINU! Hernámið er ólöglegt Alþjóðadómstóllinn hefur dæmt hernámið ólöglegt og að Ísraelsher eigi að hypja sig af landi Palestínu og að Ísrael greiði skaðabætur fyrir hryðuverkin sem her þess hefur unnið undanfarna áratugi. Það þarf því engar vangaveltur þessara fulltrúa á ráðstefnunni um málefnið, það þarf eingöngu að fylgja alþjóðalögum. Í aðdraganda ráðstefnunnar lýstu nokkur ríkjanna ætlun sinni að viðurkenna ríki Palestínu, sum þó með skilyrðum sem sýna að hugur fylgir vart máli. Ríkin fimmtán skora á Ísrael að „lýsa skýrri opinberri skuldbindingu um tveggja ríkja lausnina, og þar með fullvalda og lífvænlegt palestínskt ríki,“ Lokapunktur áætlunarinnar er: „sjálfstæð, vopnlaus Palestína sem myndi lifa friðsamlega hlið við hlið Ísraels.“ Ekkert er minnst á að afvopna Ísrael, sem er þó augljóslega frumforsenda friðar á því svæði sem Ísrael ræðst reglubundið á með loftárásum og stórskotaliði. Lög Ísraels og stefna stjórnvalda Ráðstefnufulltrúarnir hefðu getað unnið heimavinnuna sína betur eða mætt til fundar með heiðarleikann í farteskinu. Í Ísrael gilda lög sem segja að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis... Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Og í stefnuskrá Likud flokksins, flokks Netanyahu, segir: „réttur gyðingaþjóðarinnar til lands Ísraels er eilífur og óumdeilanlegur ... Júdea og Samaria [Vesturbakkinn] munu því aldrei verða afhentar erlendri stjórn. Í landinu milli hafs og árinnar Jórdan mun eingöngu gilda fullveldi Ísraels“. Sem sagt „from the river to the sea“. Ísrael mun aldrei samþykkja tilvist Palestínuríkis ótilneytt og menn geta rætt „tveggja ríkja lausnina“ í hið óendanlega ef Ísrael nýtur áfram refsileysis líkt og verið hefur í sjö áratugi. Tilgangslaus ráðstefna Ráðstefnan er að sjálfsögðu tilgangslaus þar sem Ísrael og Bandaríkin tóku ekki þátt, ríkin sem eru megingerendur þjóðarmorðsins jafnt á Gaza sem á Vesturbakkanum. Viðbrögð Ísraels voru fyrirsjáanleg. Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi harðlega þau lönd sem tóku þátt í ráðstefnunni og sagði að: „það séu þau ríki í heiminum sem berjast gegn hryðjuverkamönnum og öfgaöflum og svo séu það ríki sem loka augunum eða grípa til friðþægingar (appeasement).“ Enn eitt atriði, sem hindrar að tveggja ríkja lausnin geti náð fram að ganga og sýnir þar með tilgangsleysi ráðstefnunnar, eru landránsbyggðirnar. Um 700.000 ísraelskir landræningjar búa á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem og ætla sér ekki að fara þaðan. Það á meira að segja að bæta Gaza við landránið. Svo lengi sem Ísrael byggir landránsbyggðir á landi Palestínumanna þá er engin lausn í sjónmáli. Niðurstaðan er þessi; Ráðstefna um tveggja ríkja lausnina þjónar engum tilgangi núna, öðrum en þeim að dyggðaskreyta þau stjórnvöld sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. Meginverkefnið Til þess að mögulegt sé að bjarga Gazabúum sem eftir lifa frá hungurdauða og sprengjuárásum verður að stöðva Ísraelsher. Það er herinn sem hindrar mannúðaraðstoð og varpar sprengjum á flóttafólkið. Ísrael er búið að segja sig úr lögum við alþjóðasamfélagið. Það sem blasir við er meginverkefnið: Að beita Ísrael STRAX þungum refsiaðgerðum vegna þjóðarmorðsins og glæpa gegn mannkyni. Ef það er ekki gert þá halda morðin áfram og örmagna Gazabúar deyja tugþúsundum saman úr hungri, sjúkdómum og sprengjuregni. Ábyrgðin á framhaldinu er í höndum vestrænna ríkja - og íslensk stjórnvöld eru ekki undanskilin. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar